Skírnir - 01.04.1993, Page 202
196
GUNNAR KARLSSON
SKlRNIR
við að velja efnisatriði þannig að lesendur hans felli sömu gildis-
dómana ogþeir mundu gera efþeir vissu allt sem höfundur veit“ ?
Eg er jafnsannfærður nú og þá um að þar sé fólginn nothæfur
mælikvarði á sannleiksleit sagnfræðinnar. Með honum er hægt að
stefna að sannleika, líkt því sem Þorsteinn ætlast til. Við eigum þó
enn langt í land að setja fræðiiðkun okkar félagslegt markmið, því
hvers vegna skyldum við reyna að draga upp mynd af þessari til-
teknu persónu frekar en einhverri annarri, eða alls engri?
Þegar grein Þorsteins er lesin áfram lítur í bili út fyrir að hann
skilji og fallist á sjónarmið mín í Skírnisgreininni, eins og Már
hefur raunar þegar bent á (440-41). Þorsteinn segir (191):
Við getum krafist þess að sagnfræði rannsaki fortíðina og dragi þannig
upp myndir af öðrum þjóðfélögum, öðrum viðhorfum og menningar-
heimum, sem við getum svo lært af, dáðst að, eða hneykslast á. Þekking-
in sem sagnfræðin veitir okkur um þessi ólíku þjóðfélög, menningar-
heima og viðhorf, gerir okkur betur í stakk búin til að gagnrýna og draga
í efa það þjóðfélag, þá menningu og þau viðhorf sem við sjálf lifum við.
Við getum krafist þess að hún auðveldi okkur að sjá utan frá, ef svo má
segja; geri dóma okkar um eigið þjóðfélag og önnur síður háða okkar
eigin stöðu. Þessi krafa er eðlileg, séð frá sjónarhóli einstaklingsins, og
hún er í fullu samræmi við markmið sagnfræðinnar jafnt sem annarra
fræða.
Þessi klausa hljómar fyrir mér eins og efnisútdráttur úr grein
minni, svo að ég á bágt með að skilja að hverju Þorsteinn er eigin-
lega að finna við mig. Ef málið væri svo einfalt að honum hefði
snúist hugur í miðri grein og komið auga á að hann væri mér í
raun og veru sammála, þá hefði hann væntanlega hætt við að birta
grein sína. Eg verð því að reyna að skilja Þorstein þannig að hann
hafi eitthvað á móti því að ég ræði um hlutverk sagnfræðinnar
„frá sjónarhóli einstaklingsins", hvernig sem það má vera. Er
sagnfræðingum þá óheimilt að hafa skoðun á því hvaða félags-
legu, ytra marki fræði þeirra þjóna?
Kannski er skoðanamunur okkar Þorsteins sá að hann kalli
það markmið sagnfræðinnar sem ég lít á sem aðferð hennar.
3 Gunnar Karlsson: „Krafan um hlutleysi í sagnfræði." Söguslóðir. Afmœlisrit
Ólafs Hanssonar (Reykjavík 1979), 162.