Skírnir - 01.04.1993, Page 212
206
GARY AHO
SKÍRNIR
Ég fjalla í stuttu máli um útgáfusögu hvers verks (að íslenskum þýð-
ingum meðtöldum), uppbyggingu (fjölda bókarauka, efni þeirra o.s.frv.),
myndskreytingar (þeim var stundum stolið úr eldri bókum), stuðning af
eldri verkum og annað í þeim dúr. Með tímanum urðu sumir þættir
þessara lýsinga að einskonar leiðarstefjum og settu þannig varanlegt
mark á hefð breskra viðhorfa til Islands. Sumir höfundar voru undir jafn
miklum áhrifum frá þessari bókmenntahefð og frá fólkinu og landinu
sem þeir reyndu að lýsa með skrifum sínum.
Meirihluti bresku gestanna átti mikið undir sér: Nítján unnu til af-
reka sem tryggði þeim sess í Dictionary of National Biography, tíu voru
aðalsmenn, þrír voru mikils metnir læknar. I hópnum er hrífandi írskur
lávarður sem ritaði að öllum líkindum hugljúfustu ferðabók sem helguð
hefur verið Islandi - víst er að engin hefur verið gefin jafnt oft út. Þarna
eru líka tveir málarar sem sýndu verk sín í sölum The Royal Academy.
Nokkrir fræðimenn voru hér einnig á ferð og hafa væntanlega verið sam-
tímamönnum sínum að góðu kunnir. Einn fremsti skáldsagnahöfundur
Englendinga ritaði eftirtektarverða frásögn um stutta heimsókn til lands-
ins. Sama gerði forseti The Royal Society. Af öðrum nafntoguðum gest-
um má nefna upphafsmann ensks sósíalisma, sendiherra Breta í Banda-
ríkjunum og einn djarfasta ævintýramanninn í hópi breskra landkönn-
uða á Viktoríutímanum.
Bretarnir tólf sem lögð leið sína til Islands á árunum frá 1772 til 1834
voru vísindamenn. Þeir höfðu áhuga á eldfjöllum Islands og hverum,
flóru þess og fánu. Þá tuttugu og átta sem á eftir fylgdu má nefna
„túrista", jafnvel þótt nafngiftin eigi ekki jafn vel við um þá alla. Þeir
héldu í stuttar skemmtiferðir til Islands, áfjáðir í að hristast á hestbaki og
hírast í tjöldum um nokkurra daga eða vikna skeið. Þeir höfðu ýmist
áhuga á „náttúruundrum", og þá fyrst og fremst Geysi, eða á „sporti“:
skot- og stangveiðum. I hópnum voru einnig ákafir unnendur íslenskra
fornbókmennta á pílagrímsferð um söguslóðir. Fyrstu „túristarnir"
sigldu til landsins árið 1856 með danska gufuskipinu Thor sem var þá að
hefja áætlunarferðir til Reykjavíkur. Ólíkt fyrri ferðamönnum voru far-
þegarnir ekki á valdi duttlungafullrar veðráttu heldur þrælar klukkunn-
ar. Áætlun gufuskipsins gaf þeim tæpast svigrúm til annars en að bregða
sér til Þingvalla og að Geysi. Nú þegar fargjaldið til Islands var viðráð-
anlegt (í samanburði við leigu á seglskipi) slógu tugir Breta til, flestir á
sömu hraðferðinni. Gufuskipið var þannig forsenda ört vaxandi ferða-
mannastraums.
Árið 1861, fimmtíu árum eftir fyrstu heimsókn sína til landsins,
kvartaði einn af fyrstu ferða-vísindamönnunum yfir
stórauknum fjölda vanþróaðra ferðamanna [sem] þeytast frá einum
staðnum til annars í takt við tímaáætlun gufuskipsins og fara þannig
á mis við hinn eiginlega tilgang þess að ferðast. [...] Ferðalög til ls-