Skírnir - 01.04.1993, Page 214
208
GARY AHO
SKÍRNIR
mynda. Tuttugu og fjórar þessara mynda voru prentaðar í svart-hvítu í
bók Halldórs Hermannssonar sem gefin var út áður en leiðarbækur
Banks komu í leitirnar. Halldór taldi myndirnar vera merkilegasta ávöxt
ferðarinnar.4 Frank Ponzi tók í sama streng, en tuttujgu og sex myndir úr
leiðangri Banks eru endurprentaðar í bók hans um Island á átjándu öld:
„En af öllu því sem leiðangurinn gaf af sér eru það án nokkurs vafa
myndheimildirnar [...] sem nú þykir mest til koma“.5 Nokkrar mynd-
skeytinganna í Hooker voru gerðar eftir myndum úr leiðangri Banks.
Merkust þeirra (vegna þess hve hún birtist víða) er „Woman in her
Bridal Gown“.
Það er ekki laust við að það kenni leiðinda og vonbrigða í skrifum Sir
Josephs Banks (1744-1820) um Island. Rauschenberg getur sér til að
þetta stafi af því að Banks hafi verið með hugann við annað, það er að
segja Suður-Kyrrahafið, þar sem kafteinn Cook var í öðrum stóra land-
könnunarleiðangri sínum. Banks var auðugur landeigandi og áhugasam-
ur grasafræðingur og hafði tekið þátt í að kosta fyrri leiðangur Cooks.
Banks var því um borð í Endeavor þegar skipið hélt í frægðarför sína til
Ástralíu og Taíti árið 1768. Þegar skipið sneri aftur til London þremur
árum síðar tóku sumir jafnvel enn betur á móti honum en sjálfum leið-
angursstjóranum. Banks féllst síðan á að taka þátt í skipulagningu næsta
leiðangurs og lagði að nýju fram til fararinnar háar fjárhæðir úr eigin
sjóðum. Áður en lagt var af stað lenti Banks hins vegar í deilum við
breska flotamálaráðuneytið, bæði um stærð skipsins og um vistarverur
vísinda- og listamannanna. Hann neyddist að lokum til að draga sig í hlé.
Honum fannst samt að sér bæri skylda til að virkja hæfileikamennina,
sem voru á hans vegum, í þágu vísindanna. Ymsum fræðimönnum þótti
Island forvitnilegt viðfangsefni, einkum vegna eldfjallanna og jarðhitans.
Þangað var auk þess hægt að sigla áður en vetur gengi í garð. Banks
leigði seglskip (með tólf manna áhöfn, leigan var 100 pund á mánuði) og
hélt í norðurátt ásamt fríðum flokki vísindamanna og listamanna.
Þó svo að Banks kæmi aldrei aftur til Islands voru vandamál og
möguleikar landsins honum áfram hugleikin. Hann tók við embætti for-
seta The Royal Society árið 1778 og varð meðlimur í konunglegri ráð-
gjafanefnd, Privy Council, frá og með 1797: ísland hafði eignast mikil-
vægan bandamann í áhrifastöðum breskrar stjórnsýslu. Banks hvatti
unga náttúrufræðinga á borð við Stanley og Hooker til að stunda rann-
sóknir á Islandi og hann stóð í bréfaskiptum við íslenska presta og
bændur, sendi þeim meðal annars bækur og gaf þeim góð ráð varðandi
landbúnað og fjárrækt. Islendingar sem lentu í erfiðleikum vegna styrj-
4 Halldór Hermansson, Sir Joseph Banks and Iceland. Islandica 18 (1928), s. 18.
5 Frank Ponzi, Island á 18. öld. Myndir úr leiðöngrum Banks og Stanley. Al-
menna bókafélagið, Reykjavík 1987, s. 19.