Skírnir - 01.04.1993, Page 216
210
GARYAHO
SKÍRNIR
liði Banks vora kokkur og þjónar sem sáu til þess að veislurnar yrðu
glæsilegar. Einn miðdegisverðurinn, þar sem „allir réttir [...] vora bornir
fram sér í lagi [...] varð [...] mjög ólíkur öllum dönskum veitingum sem
þau höfðu séð, og eins kom fjöldi víntegundanna þeim á óvart. En
óvæntust voru þó frönsku hornin sem spilað var á fyrir þau að óskum
þeirra“ (p. 217: s. 220). Frönsk horn í Hafnarfirði! Vitanlega kom þetta
gestunum á óvart - skemmtilegt smáatriði atarna. Enginn síðari leiðang-
ur gat veitt sér slíkan munað.
Daginn eftir að þeir Banks höfðu skipað upp tækjum sínum og bún-
aði og komið þessu fyrir í rúmgóðri skemmu, héldu þeir af stað til að
„safna plöntum [...] en við fundum aðeins fáar jurtir vegna þess hve álið-
ið var orðið sumars" (p. 216: s. 218). Maður rifjar ósjálfrátt upp grasa-
fræðirannsóknir þeirra í fyrri leiðangri Cooks. Þá höfðu þeir heim með
sér ógrynni framandi tegunda og teikninga. Þeir vonuðust til að finna
sambærilegan fjársjóð í seinni leiðangri sínum um suðurhöf en kringum-
stæður höfðu nú fleytt þeim að strönd þessa kalda og stormasama lands
þar sem ekkert virtist þrífast nema hraunið. Þeir könnuðu hrjóstragar
hraunbreiður og söfnuðu steinasýnum og upplýsingum. Lýsingar Banks
á staðháttum á Islandi eru samt sem áður knappar og orðvana: Hann
segir frá því hvernig hraunstraumurinn hefur „hlaðið upp hólum sem
vora aðallega úr steinhellum, oft mjög stórum, sem stóðu á rönd. Óþol-
andi var að ganga á þeim og auganu voru þeir sundurtættari en nokkur
hlutur sem ég hef áður séð“ (p. 217: s. 219). Síðari ferðalýsingar era ítar-
legri, þar er líka oft gripið til sterkra lýsingarorða í þeim upphafna róm-
antíska anda ætlað var að vekja „furðu" og „beyg“ í brjósti lesandans.
Flokkur Banks fór aðeins í einn leiðangur um uppsveitir. Ferðin tók
þrettán daga og var áfangastaðurinn Hekla. Á leiðinni var staðnæmst á
Þingvöllum og við Geysi en svo til allir síðari gestir, jafnt vísindamenn
sem „túristar", áttu eftir að heimsækja þessa staði. Lýsingar Banks eru
litlausar og fræðilegar, inní þær fléttast talnaraðir sem greina frá dýpt
sprungna og aldri og umfangi eldsumbrota. Á stöku stað örlar þó á lif-
andi lýsingum, svo sem á óblíðri veðráttu. Við lestur þessara lýsinga ósk-
ar maður þess að Banks hefði skrifað meira eða unnist tími til að vinna
úr ófullkomnum minnispunktum sínum.
Minnst er á Banks og leiðangur hans í síðari bókum. Einn samferðar-
manna Hollands skrifar síðar: „Sir Joseph vakti vissulega athygli. Hann
hafði tólf einkennisklædda þjóna með í för og tvö frönsk horn“ (Baine,
s. 114). Hooker, Holland og Mackenzie hittu allir Islendinga sem mundu
eftir Banks og báru honum góða sögu. Þeirra á meðal var Ólafur Stefáns-
son í Viðey sem átti vart nógu sterk orð til að lýsa honum (sjá Hooker).
Þessi fyrsti leiðangur var ákaflega þýðingarmikill, ekki aðeins vegna þess
hve margir lásu bók Von Troils heldur einnig vegna þess hve áhugi
Banks og tengsl við Island urðu varanleg. Þúsundir manna sem skiptu