Skírnir - 01.04.1993, Page 217
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
211
við forseta The Royal Society þau fjörutíu ár sem Banks gengdi embætt-
inu gátu vitnað um það. Gestirnir voru boðnir velkomnir með nafn-
spjaldi þar sem á var prentaður uppdráttur af Islandi, eyjunni í norðri
sem var staðgengill Tahíti sumarið 1772.
Stanley, 1789
The Journals of the Stanley Expedition to the Faroe Islands and Iceland
in 1789. Þrjú bindi. Útgáfu annaðist John F. West. Foroya Fróðskaparfé-
lag, Tórshavn 1970-76. Fyrsta bindi: The Diary of James Wright, 1970,
xviii + 216 síður. Hefur að geyma inngang Wests að öllu verkinu, auk
sextán svart-hvítra mynda. Sjö þeirra eru gerðar eftir teikningum af ís-
lensku landslagi: Hverasvæðið að Reykjum, myndir frá Heklu, Geysi og
Þingvöllum. Annað bindi: The Diary of Isaac Benners, 1975, 167 síður.
Með tólf svart-hvítum myndum, fjórar þeirra eru gerðar eftir teikning-
um af hverasvæðinu í Haukadal. Þriðja bindi: The Diary of John Baine,
1976, ii + 213 síður. Með tíu myndum frá Færeyjum. íslensk þýðing
Steindórs Steindórssonar: Islands-leiðangur Stanleys 1789. Orn og Ör-
lygur, Reykjavík 1979. í gagnlegum inngangi lætur Steindór að því liggja
að bækur Stanley-leiðangursins væru ekki jafn hvassyrtar í garð Islend-
inga og raun ber vitni ef Grímur Thorkelín hefði verið með í för sem
leiðsögumaður og túlkur eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Bókafor-
lagið Örn og Öríygur hefur staðið myndarlega að endurútgáfu gamalla
ferðarita á undanförnum áratugum og er þessi glæsilega bók engin
undantekning. í henni eru prentaðar tuttugu og fimm litmyndir, meðal
annars af málverkum sem Edward Dayes og Nicholas Pocock, þekktir
breskir málarar, unnu eftir teikningum úr leiðangrinum. Verk þeirra eru
einstök í sinni röð. Sérstaka eftirtekt vekur ægifögur mynd Pococks af
tindi Snæfellsjökuls og tvær myndir Dayes þar sem tilkomumikill
gufustrókur Geysis lifnar á léreftinu. Málmstungur, sem gerðar voru eft-
ir myndum Dayes og Pococks, voru gefnar íslendingum tuttugu árum
síðar (sjá Hooker).
John Thomas Stanley (1766-1850), sem seinna varð Sir John Stanley
og síðar fyrsti Stanley harón frá Aderly, hlaut bestu menntun sem völ
var á, enda af miklu efnafólki kominn. Hann fór utan til náms og ferðað-
ist víða, talaði frönsku, þýsku og ítölsku reiprennandi og kleif tinda
Etnu og Vesúvíuar áður en hann lagði út í svipuð ævintýri á íslandi.
James Wright (1770-1794) lauk læknisnámi 1791 og dó á Indlandi fáum
árum síðar. Isaac Benners (1766-?) nam efnafræði við Edinborgarhá-
skóla. John Baine (1754-?) kenndi stærðfærði en var auk þess stjörnu-
fræðingur, teiknari og landmælingamaður. Af dagbókunum þremur telur
West vitnisburð Wrights ábyggilegastan en þykir Benners hafa kastað
mest til höndum.