Skírnir - 01.04.1993, Síða 221
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
215
hann fjallar um ýkjurnar sem ferðamenn beita í lýsingum sínum: „Orð
eins og gullfallegt, stórfenglegt, tígulegt, glæsilegt hrökkva ósjálfrátt upp
úr okkur þegar við höfum rétt svipast um í kringum okkur en erum með
allan hugann við nestikörfuna eða góðan stað til að æja á“ (fyrsta bindi,
s. 195-96).
Hooker, 1809
William Jackson Hooker, Journal of a Tour in Iceland in the Summer of
1809. Yarmouth 1811 (einkaútgáfa). W. Miller, London, 1811, lxii + 496
síður. Önnur útgáfa með viðbótum. Tvö bindi. John Murray, London,
1813. I viðbótunum fólust nokkrar leiðréttingar og lýsing á hálendi Is-
lands sem fengin var úr Mackenzie; tvö kort, eitt af íslandi og annað af
suð-vestur horninu þar sem fram kom hvaða leiðir Hokker þræddi (að
Geysi, Krísuvík og í Borgarnes). í bókaraukum A og B voru birt gögn
um „byltinguna" 1809. Bókarauki C fjallar um Heklu (þar er kafli úr
Banks). Þar meðal annars lýsing Magnúsar Stephensens á Skaftáreldum í
þýðingu Jörgens Jörgensen. I bókarauka D eru prentuð ljóð og bréf á
latínu eftir Islendinga, en þau bárust til Banks og Jones kafteins. I bókar-
auka E er birtur stórmerkilegur listi Hookers yfir íslenskar jurtir (hann
er endurprentaður í Mackenzie). Viðauki F, um danskar reglugerðir, var
bara prentaður í annarri útgáfu. Myndskreytingar eru gerðar eftir teikn-
ingum úr leiðangri Banks. Þeirra á meðal er litmyndin „An Icelandic
Lady in her Bridal Dress“, tvær myndir af Geysi, teikningar af íslensk-
um bæ og Almannagjá (sú síðarnefnda birtist einnig í Banks). I einni
gerð annarrar útgáfu er andlitsmynd af Hooker prentuð framan við titil-
blaðið í stað myndarinnar margnotuðu af íslensku brúðinni.
Sir William Jackson Hooker (1785-1865) bættist í hóp þeirra ungu,
efnuðu náttúrufræðinga sem heimsótt höfðu ísland. Hann hafði getið sér
gott orð fyrir rannsóknir á náttúru Skotlands. Banks hvatti hann til að
halda slíkum rannsóknum áfram á Islandi og varð nákvæm ættflokka-
greining Hookers á íslenskum jurtum grundvöllur síðari rannsókna (sjá
m.a. bókarauka 2 í Mackenzie). Á heimleiðinni kom upp eldur í skipi
Hookers, það sökk og með því týndust minnisbækur hans og teikningar.
Með tilstyrk upplýsinga sem hann fékk frá Banks auðnaðist Hooker
samt sem áður að ljúka við fyrsta breska ritið sem helgað er Islandi.
Hooker varð nafnkunnur grasafræðingur, flutti gagnmerka fyrirlestra
við háskólann í Glasgow og sendi frá sér fjölda bóka. Árið 1841 var hon-
um boðið að taka við umsjón Kew Gardens og lögðu umbætur hans
grunninn að The Royal Botanic Gardens nútímans.
Áætlanir Hookers um könnunarferð um Suður-Kyrrahaf árið 1809
brugðust en að hans sögn lagði Sir Joseph Banks „það til við mig að ég
skyldi [...] bæta mér það upp [...] með því að fara til Islands þetta sumar“