Skírnir - 01.04.1993, Page 228
222
GARY AHO
SKÍRNIR
og ritgerðir um ýmis önnur viðfangsefni, svo sem landbúnað, kvikfjár-
rækt, sakamenn í Ástralíu, höfuðlagsfræði og fagurfræði.
Lesendur hafa ætíð gert sér ljóst að framlag Hollands til bókar Mac-
kenzies er drjúgt („Inngangsritgerð“ hans og kaflarnir um menntun og
lög) en það var ekki fyrr en með útkomu dagabóka Hollands að þeir
gátu séð að hve miklu leyti Mackenzie reiddi sig á skrif Hollands. Þús-
undir lesenda hafa tekið því sem gefnu að Sir George væri höfundur
þeirra tvö hundruð síðna sem fjalla um þrjár ferðir leiðangursins um
uppsveitir. Mackenzie segist hafa stuðst við „efni úr dagbók doktor
Hollands" (s. xiii). Það er sönnu nær að kenna notkun hans á skrifum
Hollands við stuld en stuðning. Hann tekur upp orðalag, setningar og
heilar málsgreinar frá þessum unga ferðafélaga sínum án nokkurra at-
hugasemda. Holland segir til dæmis frá hópi forvitinna Islendinga sem
brutu heilann um það aíhverju erlendu gestirnir væru að kvarna utan úr
endalausri hraunbreiðunni með hömrum sínum og „safna saman brotum
af því sem þeir sjálfir [hinir innfæddu] telja svo lítils virði. Furða þeirra
jókst enn þegar þeir fylgdu okkur eftir inní húsið og sáu okkur pakka
hraunsýnunum í blöð. Við gátum ekki fest fingur á hvort þeir töldu okk-
ur mikla gáfumenn eða mikla kjána“ (s 182). Mackenzie skrifar að undr-
un íslendinganna hafi breyst „í furðu þegar þeir fylgdu okkur inní húsið
og sáu okkur pakka sýnunum vandlega inní blöð. Við gátum ekki verið
vissir um hvort þeir töldu okkur mikla gáfumenn eða mikla kjána“ (s.
170-71. Hér eru bresku rannsóknarmennirnir sjálfir orðnir athugunar-
efni. Eftir því sem undrun íslendinganna breytist í furðu virðist sögu-
maður fá á tilfinninguna að það sé kjánalegt, fremur en gáfulegt, að
pakka hrauninu inn. Holland á allan heiðurinn af þeirri fínlegu tvíræðni,
því gráglettna orðalagi, sem einkennir þessa lýsingu.
Wawn talar um skýran mun á „forgangsröð“ í lýsingum þeirra
Hollands og Mackenzies þar sem dulin „gotnesk" ógn í anda rómantíkur
setji gjarnan mark sitt á texta þess síðarnefnda (s. 4). Þetta kemur skýrt
fram í frásögn þeirra á óvæntum beinafundi: Holland: „Við fundum [...]
beinahrúgu, greinilega mannabein, ásamt fataslitrum sem virðast vera af
konu [sem] hefur hugsanlega orðið úti í snjónum" (s. 124-25). Mac-
kenzie: „við fundum líkamsleifar konu [...] Föt hennar og bein lágu eins
og hráviði; annar fótleggurinn var enn í sokknum. Það er líklegt að hún
hafi týnt götunni í hríðarbyl, fallið fyrir þverhnípt björgin og ernir og
refir rifið hana þar á hol“ (s. 110). Tilefnislausar viðbætur á borð við
„þverhnípt björgin" og lýsingin á rándýrunum sem rífa konuna „á hol“
eru dæmigerðar fyrir áherslurnar í frásögn Mackenzies. Það kemur
manni ekki óvart að hraunbreiðurnar í bók hans skuli jafnan vera
„hryllilegar" og „herfilegar". Frásögn Hollands er nákvæm og á köflum
krydduð ungæðislegri kímni. Þegar þeir sækja hefðbundna át- og
drykkjarveislu breskra ferðalanga hjá Ólafi Stefánssyni lýsir Holland