Skírnir - 01.04.1993, Page 232
226
GARY AHO
SKÍRNIR
kemur fram á daglegu lífi íslendinga. [Þær] sýna klæðaburð og hefð-
bundin vinnubrögð, svo sem við heyflutninga og torfskurð".11 Islensk
þýðing Snæbjörns Jónssonar: Ferðabók. Snæbjörn Jónsson & Co.,
Reykjavík 1957. Snæbjörn sleppir sögulegu yfirliti Hendersons. I fræð-
andi inngangi segir Snæbjörn að bók Hendersons sé ein besta heimild
sem til er um líf Islendinga á öndverðri nítjándu öld.
Ebeneezer Henderson (1784-1858) kom ekki til Islands til að safna
jurtum eða grjóti heldur til þess að útbreiða orð Drottins. Hann var full-
trúi The British and Foreign Bible Society og ferðaðist um landið í þeim
tilgangi að færa Islendingum eintök af Biblíunni. Hann fór um svæði,
sérstaklega á Austfjörðum og á Norð-Austurlandi, sem aðrir ferðamenn
heimsóttu sjaldnast. Hann var vel að sér í dönsku - hafði aðstoðað við
þýðingu á Biblíunum, sem hann hafði meðferðis, af dönsku yfir á ís-
lensku - og gat bjargað sér í samræðum á íslensku. Af þessum sökum eru
lýsingar hans á lífsbaráttu íslenskra bænda einstakar í sinni röð. Hender-
son var ennfremur fyrsti breski ferðamaðurinn sem hafði vetrarsetu á ís-
landi. Hann var stofnandi biblíufélaga í Danmörku, Svíþjóð, Noregi,
Rússlandi og á íslandi og var höfundur sautján bóka og fjölmargra rit-
gerða um trúfræðileg efni. Það er til marks um ást hans á norðlægum
slóðum að hann gaf einkadóttur sinni nafnið Thulia. Hún skrifaði
Memoir of the Reverend E. Henderson (Knight and Son, London 1859).
Henderson vísar lesendum sínum á „Inngangsritgerð" Hollands en
til fróðleiks fyrir þá sem ekki hafa Mackenzie við höndina birtir hann
sextíu síðna yfirlit yfir fornar bókmenntir og sögu Islands. Þýðingar-
mesti þáttur bókarinnar eru hins vegar lifandi lýsingar Hendersons á því
sem hann sér, íslenskur veruleiki eins og hann kom áköfum bókstafstrú-
armanni fyrir sjónir árin 1814 og 1815. Hann atyrðir þá sem „lifa aðeins
og hrærast í heimi efnisins. Vitneskjan um ógnvænlega eilífðina sem
framundan er hefur ekki haft nein viðeigandi áhrif á hugi þeirra" (s.
lviii). Hann rekst á slíka villuráfandi sauði í Reykjavík og í fiskiþorpum
við ströndina en úti í dreifbýlinu hittir hann fólk sem hefur sömu hug-
myndir og hann um kristileg sannindi. Á bæ einum þar sem fátækt ríkir
heldur „klórið sem heyrðist úr öllum rúmum" fyrir honum vöku heila
nótt (íslensku lýsnar enn og aftur). Um morguninn vekur það svo eftir-
tekt hans „hvernig húsfreyjan talaði um börn sín. Þegar ég spurði hvað
hún ætti mörg börn svaraði hún: ‘Ég á fjögur. Tvö eru hér hjá okkur,
önnur tvö eru hjá Guði. Það fer best um þau sem eru í hans höndum.
Mér er mest í mun að þau tvö sem eftir eru komist heilu og höldnu til
hirnna’" (s. 86). Það er til marks um bjargfasta trú móðurinnar hvernig
11 Frank Ponzi, Island á 19. öld. Leiðangrar og listamenn. Almenna bókafélagið,
Reykjavík 1986, s. 33.