Skírnir - 01.04.1993, Page 233
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
227
hún talar um börnin sín í nútíð - hún á ennþá fjögur börn enda þótt tvö
þeirra séu látin. Viðhorf hennar er samt sem áður aumkunarvert þar sem
henni er meira í mun að börnin sín komist til himna en manns. Sú hætta
er fyrir hendi að „ógnvænleg eilífð“ helvítis bíði þeirra sem vaxa úr grasi,
dauðinn er því skárri kostur. Lýsing Hendersons á húsakosti þar á bæn-
um vekur grunsemdir um það afhverju börnin hafi orðið sóttbitin. Það
fer samt ekki milli mála að hann hefur sömu hugmyndir um eilífðina og
móðirin. Honum þætti svosem æskilegt að þessir vesalings þurfalingar
fengju almennilegan mat og nytu læknisþjónustu en hann er fljótur að
minna þá á „að ytri gæði skipta litlu fyrir þá sem ganga í ljósinu. Það sem
mestu skiptir er að sækjast eftir hinni almáttugu náð. Að þessu stutta
fallvalta lífi loknu öðlumst við [þannig] hlutdeild í því sem hvorki spillist
né saurgast og fellur aldrei úr gildi“ (s. 86). Henderson er í raun hreyk-
inn og jafnvel montinn yfir því að það sé hann sem færi þjóðinni BibÍíur
- vegabréf að hinni himnesku „hlutdeild".
Henderson og íslenskur prestur eiga tal saman um þjóðarböl Islend-
inga, drykkjuskapinn, sem eitthvað hefur minnkað vegna þess hve dýrt
áfengi er orðið. Presturinn kemst að þeirri niðurstöðu að „fátæktin sé
helsta vörnin gegn óhamingju okkar“ (s. 96). Þeir Henderson eru ánægð-
ir með að styrjöldin í Evrópu haldi áfengisverði háu en líta framhjá því
að hafnarbann Breta á dönsk skip hefur einnig staðið í vegi fyrir inn-
flutningi á hveiti, sykri og byggingarefni til Islands, svo ekki sé minnst á
lyfin sem hefðu getað bjargað lífi barnanna sem minnst var á hér að
framan. Henderson er sannfærður um að hann hafi fært þessu fólki einu
næringuna sem það þarf á að halda: „Skorturinn sem þau líða er ekki
fyrst og fremst brauðskortur eða þorsti eftir vatni. Þau þyrstir eftir orði
Drottins. Blessað sé nafn hans!“ (s. 252-53). Trúarhiti Hendersons er
ósvikinn en þótt bók hans veiti þannig innsýn í hugsunarhátt innblásins
trúmanns hafa svipmyndir hans af erfiðu, miskunnarlausu lífi íslenskrar
bændastéttar í upphafi nítjándu aldar enn meiri þýðingu.
Bók Hendersons geymir einnig myndrænar lýsingar af eyðilegu
landslagi Islands. Hraunið er „svart sem bik, með gríðarstórum gjám og
bergdyngjum; sumar sprungunarnar eru húðaðar glerjungi, og þar má sjá
ægifagrar og kynlegar dropasteinsmyndanir. Hér og þar myndar hraunið
stórar kringlóttar kökur, á yfirborði þeirra eru örlitlir hringlaga hraukar,
líkastir vafningum í tóbaksrullu“ (s. 150). Samlíking hraunsins við „kök-
ur“ og „tóbaksrullu“ er hnitmiðuð og tekur „kynlegum“ lýsingarorðum
margra annarra ferðalanga langt fram. Það er ekki nóg með að guðrækni
Hendersons setji svip sinn á fjörlegar lýsingar hans, einlægur vísinda-
áhugi hans kemur þar einnig við sögu. Líkt og Stanley og Mackenzie
stingur hann hitamæli ofaní sjóðandi hver og mælir hæð gosa og tímann
sem líður á milli þeirra. I sömu andrá óskar hann þess að hægt væri að
flytja bersyndugar manneskjur „í snatri [...] hingað á þessar brennandi
slóðir þannig að þær gætu séð með eigin augum óbeislaða orku spúandi