Skírnir - 01.04.1993, Page 235
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
229
(s. 162-63). Þá er minnst á önnur hjón sem dæmd eru í héraðsdómi vegna
þess að eitt barnið þeirra hefur ort níðvísur um sóknarprestinn. Af þeim
sökum, skrifar Henderson fullur samþykkis, voru þau „dæmd til hýð-
ingar [...] og gert að játa sök sína opinberlega í messu, öðrum sóknar-
börnum til varnaðar“ (s. 205). Því miður segir Henderson ekki frekar af
málum þessarar fjölskyldu og ekki vitnar hann í kveðskapinn. Á öðrum
bæ er Henderson brugðið þegar hann kemst að raun um að „elsta dóttir-
in [eigi] að aðstoða við að toga af mér brækurnar og sokkana [...] hún
sagði að þetta væri landlægur siður og skylda þeirra að rétta þreyttum
ferðamanni hjálparhönd" (s. 114). Sama stef er slegið í öðrum ferðabók-
um (sjá Morris), það varð síðar efniviður í bókarkápu íslensks sýnisrits
erlendra ferðabóka.12
Henderson hafði vetursetu í Reykjavík og þótt þar byggju aðeins
nokkur hundruð sálir varð staðurinn í hans huga fjölmennt syndabæli:
Erlendu íbúarnir sólunda stuttum dagstundunum með tóbakspípu í
kjaftinum, kvöldin nota þeir til að spila á spil og drekka púns. Þeir
efna til dansleikja tvisvar til þrisvar á hverjum vetri og stundum er
leikrit sett á svið með þátttöku helstu borgara.... Það er jafnvel vitað
til þess að einstaklingur nokkur, sem lék eitt hlutverkið í leikriti seint
á laugardagskvöldi, hafi birst í predikunarstólnum morguninn eftir í
gervi sálnahirðisins!“ (s. 376-77)
Henderson nær vart uppí nef sér fyrir vanþóknun en það dregur samt
ekki úr skopinu sem felst í vísbendingunni um að presturinn hafi enn
verið að leika á sunnudagsmorgninum („í gervi...“). Mig grunar að háað-
all Reykjavíkur hafi ekki boðið Henderson að taka þátt í fögnuði sínum
nema einu sinni. Henderson er óvæginn og fráhrindandi maður, hann
tekur einna helst við sér þegar rætt er um siðleysi mannskepnunnar.
Margir síðari ferðamenn lásu Henderson. Burton kunni vel að meta
skýrar og þróttmiklar lýsingar hans á bændabýlum og hraunbreiðum um
leið og hann hló að siðapredikunum hans.
Atkinson, Barrow, Dillon, 1833-35
George Clayton Atkinson. Journal of an Expedition to the Feroe and
Westman Islands and Iceland, 1833. A. V. Seaton sá um útgáfuna og ritar
inngang. Bewick-Beaufort Press, Newcastle, 1989, xlv +187 síður. I við-
auka eru birt dagbókarbrot og skrá yfir helstu heimildir. Þessi vandaða
12 Glöggt er gests augað. Úrual ferðasagna um Island. Útgáfu annaðist Sigurður
Grímsson. Menningar- og fræðslusamband alþýðu, Reykjavík 1946.