Skírnir - 01.04.1993, Side 236
230
GARYAHO
SKÍRNIR
útgáfa er skreytt tuttugu og níu myndum, þar af eru þrettán frá Islandi.
Atkinson réð til sín tvo af þekktustu málurum Norður-Englands, T. M.
Richardson og H. P. Parker, lét þá hafa teikningar sínar úr ferðinni og er
árangurinn einstaklega fallegar vatnslitamyndir af perlum á borð við
Þingvelli, Geysi og Snæfellsjökul. Þetta eru meðal bestu nítjándu aldar
málverka af íslandi sem ég hef séð. íslandsunnendur hljóta að fagna því
að leiðarbækur Atkinsons og myndirnar skuli nú loks hafa verið gefnar
út, fullum 155 árum eftir að náttúrufræðingurinn ungi gekk frá þeim í
bók handa vinum og kunningjum.
George Clayton Atkinson (1808-1877) tilheyrði ekki breska aðlinum
(andstætt Banks, Hooker, Stanley og Mackenzie). Hann var þó af hástétt
kaupmanna frá norðurhluta Englands og hafði því bæði tíma og fjármuni
til að sinna áhugamálum sínum. Hann var þekktur náttúrufræðingur, var
meðal stofnenda The Natural History Society of Northumberland and
Durham og birti niðurstöður rannsókna sinna í tímariti félagsins. Á efri
árum stjórnaði hann rannsókn á áhrifum mengunar á heilsu trjáa og varð
þannig í hópi fyrstu umhverfisverndarmanna. Ferðafélagi hans, William
Proctor, fór síðar í aðra ferð til íslands í leit að fleiri fuglategunum.
Hann varð síðar frægur fuglafræðingur. Valdir kaflar úr leiðarbók Proct-
ors, sem nú er týnd, birtust í Baring-Gould.
í bók Atkinsons er fjöldi lýsinga á fuglum íslands, en hún er einnig
merkileg fyrir þá sök að þar er lýst fundi þeirra Hookers í Glasgow. Síð-
degi eitt, skömmu áður en Atkinson lét úr höfn, sótti hann hin aldur-
hnigna fræðimann heim. Hooker tók vel á móti gestinum, gaf honum
góð ráð varðandi rannsóknirnar og skemmti honum síðan með sögum
um sumardvöl sína á íslandi. Hann rifjaði sérstaklega upp kynni sín af
Banks og Jörgensen en sá síðarnefndi var, að sögn Hookers, „einstakur
maður“ sem hafði á leiðinni út til íslands
séð fyrir öllu. Þegar tóm gafst til frá öðrum skyldustörfum var hann
önnum kafinn við skrifborðið að skipuleggja væntanlegar aðgerðir
sínar. [Fáum dögum eftir komuna til Reykjavíkur,] reri Jörgensen
með vopnaða sveit háseta í land, kom stiftamtmanninum að óvörum í
bústað hans, handtók hann og sendi um borð í skip Phelps. Jörgen-
sen lagði því næst hald á skjöl stiftamtmannsins, kom sér fyrir í bú-
stað hans og tók við embætti hans. Rækti hann þann starfa af sann-
girni og kostgæfni. (s. 9-10)
Vitnisburður Atkinsons eykur við vitneskju okkar um málið, meðal
annars með því að gefa í skyn að Banks hafi vitað um áform Jörgensens
og varað Hooker við. Þegar Hooker segir að Jörgensen - þessi „einstaki
maður“ - hafi skipulagt væntanlegar aðgerðir á leiðinni hljótum við að
draga þá ályktun að hér sér verið að tala um „byltinguna". Þá er eftir-
tektarvert að Hooker skuli, tuttugu og fjórum árum síðar, enn vera