Skírnir - 01.04.1993, Qupperneq 237
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
231
sannfærður um að Jörgensen hafi verið órétti beittur. Honum tekst
meira að segja að sannfæra Atkinson um það.
Líkt og höfundar dagbókanna úr leiðangri Stanleys, ber Atkinson
allsgáða og þrifalega Færeyinga saman við ölvaða og sóðalega Islendinga
og fer ekki milli mála hvor þjóðin hugnast honum betur. Ólíkt fyrri höf-
undum veltir hann reyndar fyrir sér hvers vegna Danir setji hömlur á
sölu áfengis í Færeyjum og ekki á íslandi. Lýsingar hans á prestum sem
geyma staupið á altarinu og rónum sem ráfa um þessar fáu götur Reykja-
víkur, festa myndina af drykkjuskap íslendinga enn frekar í sessi. And-
spænis brennisteinsfjöllunum og gufustrókunum, sem ummynduðust
áður í „ógnvænleg" lýsingarorð hjá Mackenzie og leiddu Henderson út í
að ræða um mátt Drottins og helvítislogana sem bíða þeirra bersyndugu,
skrifar Atkinson að vellandi leirinn minni á „hafragraut" (s. 110). Á
Geysissvæðinu, þar sem lýsing ferðamannsins verður oft jafn stríð og
brennandi og viðfangsefnið, bregður hann enn á leik: „Hver sá sem kann
að meta snöggan og góðan rakstur ætti að heimsækja hverasvæðið. Á
aðra hönd er þessi líka öndvegis grýta fyrir rakhnífinn, á hina er önnur
alveg mátuleg fyrir raksápuna" (s. 138). Atkinson heldur aftur af sér þar
til kemur að því að lýsa kynjaskepnum á borð við óðinshana.
John Barrow. A Visit to Iceland, by Way of Tronyem, in the „Flower
of Yarrow“ Yacht in the Summer of 1834. John Murray, London 1835,
xxiv + 320 síður. í bókinni eru birtar lýsingar Wrights og Benners á ferð-
um þeirra á Snæfellsjökul auk bréfs frá Stanley en hann hefur jökulinn
upp til skýjanna og segist vonast til þess að ferðamenn heimsæki hann
frekar Heklu. Einnig eru birtir tveir kaflar úr Holland; um kirkjur og um
myndun hrafntinnu. Allt er þetta prentað hér í fyrsta sinn. Lokakaflinn,
um tölfræði, er settur saman úr svörum Barrows við spurningum sem
hann hafði fengið frá The London Statistical Society. Þarna koma fram
ýmsar upplýsingar um jarðaleigu, dauðsföll, fæðingar, mataræði, áfengi,
menntun og annað þess háttar. Níu myndir eru í bókinni, fimm frá Is-
landi, þar af tvær málmstungur unnar eftir teikningum Stanleys: blágrýt-
ishellarnir við Stapa og Snæfellsjökull. Þarna eru einnig svart-hvítar
myndir af Reykjavík, Geysi og Heklu sem unnar eru eftir teikningum
höfundarins. John Barrow (1808-1897) var fjallgöngugarpur og ævin-
týramaður, hann skrifaði Excursions in the North of Europe og Life of
Sir Francis Drake. Faðir hans, Sir John Barrow (1764-1848), var stofn-
andi The Royal Geographical Society. Það var samböndum hans að
þakka að sonurinn komst í heimildirnar frá Stanley og Holland.
Arthur Dillon. A Winter in Iceland and Lapland. Tvö bindi. Henry
Colburn, London 1840. Fyrra bindi, vii + 304 síður. Síðara bindi fjallar
um Lappland. Með afbragðsgóðri málmstungu af Reykjavík; fólk og
Tjörnin í forgrunni, húsin við víkina og Esjan í bakgrunni.
Barrow og Dillon eiga margt sameiginlegt. Lýsingar þeirra af íslend-
ingum staðfesta þá neikvæðu mynd sem fyrri lýsingar hafa dregið upp.