Skírnir - 01.04.1993, Page 238
232
GARYAHO
SKÍRNIR
Barrow skrifar: „íslendingurinn er ekki ýkja framtakssamur. Leiðsögu-
menn okkar féllu fullkomlega að þjóðarímyndinni, voru máttlitlir og
dáðlausir" (s. 134). Dillon ræðir um „seinlæti“ Islendinga og ýmsar
„venjur þeirra, sem margar eru ákaflega ógeðfeldar, til dæmis sú að nota
munninn til að flytja mjólk af einni flösku yfir á aðra“ (s. 133-34)13. Lýs-
ingar þeirra á íslenskum hraunbreiðum er uppskrúfaðar í anda rómantík-
urinnar. Dillon skrifar: „Það er vart hægt að ímynda sér ógnvænlegra út-
sýni yfir landsvæði sem vitjað hefur verið af engli tortímingarinnar. Yfir
öllu hvílir dauðaþögn sem er einungis rofin stöku sinnum af lóusöng“ (s.
16). Barrow talar um hverina við Geysi sem „náttúrunnar stórkostlegu
uppfærslu“ (s. 195) og minnist þess að Banks og Stanley hafa staðið
þarna agndofa á undan honum. Hann miklast með sjálfum sér yfir því að
vera nú innvígður í reglu farandriddara sem leitað hafa uppi hinn helga
hver.
Barrow og Dillon hittu báðir Friðrik prins af Danmörku sem var á
ferð um Island sumarið 1834. Barrow þótti mikið til um verk Fredericks
Kloss, málara í þjónustu prinsins, og sagði að mynd Kloss af Geysi vær
sú besta sem hann hefði séð.14 Barrow hvatti prinsinn til að hækka laun
prestastéttarinnar á Islandi þegar hann kæmist til valda. Dillon fer einnig
fögrum orðum um íslenska presta, lærdóm þeirra og starf í þágu fátækra
sóknarbarna. Flestir bresku gestanna gerðu sér grein fyrir því að það var
prestunum að þakka að samfélagið í sveitunum gliðnaði ekki í sundur.
Þeir héldu söfnuðinum að lestri kristilegra bókmennta og þegar hungrið
svarf að, þegar farsóttir geisuðu, þegar sumrin voru köld og ungviði
manna og málleysingja lifði ekki af þorrann, þá mátti alltaf leita huggun-
ar og ásjár hjá prestunum.
Bæði ritin veita okkur ýmsar nýjar upplýsingar. Barrow greinir frá
því að fjórar bryggjur hafi verið byggðar í Reykjavíkurhöfn og að hann
hafi „hvergi í heiminum rekist á jafn traustbyggða báta“ og þá sem þar
eru dregnir uppí fjörunna (s. 103). Hann gerir athugasemd við óþrifaleg
húsakynni latínuskólans á Bessastöðum (þaðan útskrifuðust, engu að
síður, þessir ágætu presta) og lýsir nokkrum kofaræsknum sem standa á
milli pakkhúsanna í Kvosinni og gamla kirkjugarðsins, þar sem „menn
hafi hvorki reist upp steina né trékrossa í minningu um þá látnu“ (s.
106). Dillon dvaldi veturlangt í Reykjavík og lumar þess vegna á óvenju-
legum svipmyndum úr bæjarlífinu. Þar eta menn, til dæmis, þorsk í öll
mál, „soðið af fiskinum er eina sósan sem borin er fram“ (s. 80). Hann
getur einnig um óendanlega spilamennsku, hvassviðrið sem heldur fólki
föngnu innandyra og ánægju sína þegar hann uppgötvar að á Dóm-
13 Svipaða lýsingu er að finna í Wright.
14 Myndir Kloss af Geysi eru birtar í bók Ponzis, Island á 19. öld, s. 55 og 136.