Skírnir - 01.04.1993, Qupperneq 240
234
GARYAHO
SKÍRNIR
en hrifist, bæði af ákafa Chambers og kaldhæðinni meðvitund hans um
lýsingar fyrri ferðamanna á íslensku landslagi: Það „var hvorki fagurt né
ógnvænlegt, ekki einu sinni þokkalega nothæft [...] Landið var bókstaf-
lega ein tilbreytingarlaus málmbrynja“ (s. 48). Á leiðinni að Geysi sváfu
Chambers og hinir kátu ferðafélagar hans í kirkjunni á Þingvöllum og
sköpuðu þar með fordæmi fyrir marga síðari ferðamenn.
Frederick Temple Hamilton-Temple Blackwood Dufferin and Ava.
Letters from High Latitudes, being some account of a Voyage in the
Schooner Yacht „Foam“ to Iceland,Jan Mayan, and Spitzhergen in 1856.
John Murray, London 1857, xvii + 425 síður. Önnur og þriðja útgáfa litu
einnig dagsins ljós 1857, fjórða 1858, fimmta 1867, sjötta 1873, sjöunda
útgáfa prentuð tvisvar, 1879 og 1883, áttunda útgáfa 1887, níunda 1891,
tíunda 1895, ellefta 1903, en hún var endurprentuð 1913. Útgáfa á vegum
Oxford University Press, The World’s Classics Series númer 155, birtist
1910 með inngangi eftir R. W. Macan. Hún var endurprentuð 1924 og
1934. The Dent and Dutton Everyman útgáfa birtist 1910 og var endur-
prentuð 1925 og 1940. Jón Stefánsson ritar inngang að henni. Útgáfa á
vegum Merlin Press kom út í London 1990 með inngangi eftir Vigdísi
Finnbogadóttur. Bandarískar og kanadískar útgáfur undir titlinum A
Yacht Voyage. Letters from High Latitudes, eru að minnsta kosti tólf
talsins. Efni viðauka er breytilegt eftir útgáfum en í þeim eru meðal ann-
ars birtir kaflar úr leiðarbók frönsku korvettunnar, Reine Hortense, sem
dró Foam, skonnortu Dufferins, norður í íshroðann við Jan Mayen. Þar
eru ennfremur athuganir á lofthita, kort sem sýna hafstrauma og leiðina
sem Foam sigldi. Tuttugu og fimm svart-hvítar myndir prýða bókina,
tilkomumest er mynd af Foam á siglingu með ísjaka eða óveðurský í
bakgrunni. Málmstungunni „An Icelandic Lady“ er stolið frá Auguste
Mayer en hann kom til Islands með frönskum leiðangri árið 1836. Duf-
ferin hafði meðferðis „óþjál ljósmyndatæki (og ljósmyndara að auki), til
að bæta upp teikningar sínar. Við vitum ekki hvað varð af þessum ljós-
myndum, sem voru vitaskuld meðal fyrstu ljósmynda sem teknar voru á
Islandi."15 íslensk þýðing Hersteins Pálssonar: Ferðahók Dufferins lá-
varðar. Bókfellsútgáfan, Reykjavík 1944. Þýðingunni er fylgt úr hlaði
með fróðlegum tveggja síðna inngangi. Þar eru einnig birtar ljósmyndir
(væntanlega teknar eftir 1856) af helstu virðingarmönnunum - rektorn-
um, biskupinum, amtmanninum, yfirdómaranum, lækninum - sem voru
í veislu sem Dufferin hélt. Hörkuleg andlitin á upplituðum ljósmyndun-
um koma illa heim og saman við lýsingu Dufferins á hátterni íslensku
selskapsmannanna. Veislan stóð í fimm klukkustundir og var mikið skál-
að að norrænum hætti.
15 Ponzi, ísland á 19. öld, s. 21.