Skírnir - 01.04.1993, Side 243
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
237
annars frá ferðum sínum um Noreg og Þelamörk. Af öðrum bókum
hans má nefna The Englishman and the Scandinavian; Anglo-Saxon and
Old Norse Literature (1880).
E.T. Holland. „A Tour in Iceland in the Summer of 1861,“ Peaks,
Passes and Glaciers. Being Excursions by Members of the Alpine Club.
E.S. Kennedy ritstýrði. Longmans, London 1862, 128 síður.
Andrew James Symington. Pen and Pencil Sketches of Faroe and
Iceland. Longman, Green, Longman and Robets, London 1862, vi + 315
síður. Með fimmtíu og einni málmstungu, flestar eru gerðar eftir teikn-
ingum höfundarins en þarna eru einnig nokkrar sem byggðar eru á
myndum Mayers. Þeirra á meðal eru myndir af íslenskri konu í brúðar-
skarti, vaðinu við Brúará og landslagi á Þingvöllum.
Sabine Baring-Gould. Iceland: Its Scenes and Sagas. Smith, Elder,
and Co., London 1863. xlviii + 447 síður. Bókarauki skiptist í fimm
hluta: A er grein um fugla Islands eftir Alfred Newton; B eru ráðlegging-
ar handa sportveiðimönnum; C er listi yfir íslenskar jurtir; D er heildar-
skrá yfir útgefnar íslenskar fornsögur; í E leggur Baring-Gould fram
bókhald ferðarinnar frá 7. júní til 9. ágúst. Lesendur geta glöggvað sig á
kostnaði vegna kaupa á útbúnaði í London, verði farmiða og svo fram-
vegis - heildarkostnaður er 100 pund og 16 skildingar. Sextán myndasíð-
ur prýða bókina, þar af eru nokkrar í lit. Auk þess eru prentaðar tuttugu
smærri myndir. Allar myndskreytingarnar eru gerðar eftir teikningum
höfundarins. Á fyrstu myndasíðunni eru prentaðar tvær afbragðsgóðar
„yfirlitsmyndir" af Þingvöllum og suðurströndinni. Sabine Baring-
Gould (1834-1924) var kunnur hákirkjuprestur á Viktoríutímanum og
skrifaði um ýmis viðfangsefni. Hann er líklega þekktastur fyrir dýrlinga-
sögur sínar, Lives of the Saints, sem út komu í fimmtán bindum. Auk
þeirra sendi hann frá sér tjölda bóka um sagnfræðileg og þjóðfræðileg
efni, margar skáldsögur og tuttugu og fjórar ferðabækur. Fyrst og að
hans mati best þessara ferðabóka var rit hans um Island. Þá birti hann
enska þýðingu á Grettis sögu.
[Charles Clifford.] Travels by ‘Umbra’. Edmonston and Douglas,
Edinburgh 1865, vi + 279 síður. Var ííka gefin út undir titlinum A Tour
Twentv Years Ago by Umbra. Útgáfa kostuð af einkaaðilum, London
1863.1® Charles Clifford (1819-1880), eða Charles Hugh Cavendish Clif-
ford, áttundi barón Clifford of Chudleigh, var þingmaður fyrir eyjuna
Wight og náinn vinur George Webbe Dasents sem þýtt hafði Njáls sögu
á ensku.
C. W. Shepherd. The North-West Peninsula of Iceland; Being the
Journal of a Tour in Iceland in the Spring and Summer of 1862. Long-
mans, Green, London 1867, vii +162 síður. I bókinni er kort og tvær lit-
18 Farið var í umrædda ferð árið 1862.