Skírnir - 01.04.1993, Page 246
240
GARYAHO
SKÍRNIR
enn einni Þingvallamyndinni - það hefði verið „sextánda prentaða lýs-
ingin af því tagi“ (s. 71) - segir hann frá nýmælum eins og Dettifossi,
náttúrundri Norðurlands sem er svo fjarri alfaraleið að fæstir ferðamenn
hafa litið það augum. „Allt er það greipt skýrum óafmáanlegum dráttum
í huga mér: Drunur og beljandi fossins skekur bergið sem maður stendur
á, fyrir neðan snýst hvít hringiðan, kristalgrænar öldur skjóta kollinum
af og til uppúr hvítu löðrinu og láta höggin dynja á klettaveggnum" (s.
217). Textinn er áhrifaríkur, myndmálið tjáir þann kraft sem í fossinum
býr. Við hlið lýsingarinnar er málmstunga gerð eftir teikningu Baring-
Goulds. Tvær örsmáar mannverur sem standa á bjargbrúninni við foss-
inn eru mælikvarði á gríðarlega stærð hans.
Metcalfe var, líkt og Baring-Gould, vel heima í íslenskum fornsög-
um. Kennarinn frá Oxford ferðaðist um hálendið og Norðurland og
lagði rúma 2300 kílómetra að baki á 56 dögum. Margir breskir lesendur
kunnu vel að meta tápmiklar lýsingar hans á persónum Islendingasagn-
anna og heimkynnum þeirra sem og athugasemdir hans þess efnis að
Bretar og íslendingar væru af sama „norræna kynstofninum“ (s. 70).
Metcalfe bætir eftirminnilegri persónu við lýsingar fyrri höfunda á fróð-
um íslenskum sveitamönnum þegar hann hittir hokinn og skítugan
bónda um sextugt sem varð
allt annar maður, tókst allur á loft, um leið og hann var kominn inn-
an um bækurnar sínar. Hrukkurnar milduðust í andlitinu, nýr
glampi skein úr augnum og í viðmóti hans mátti finna einkennilega
blöndu stolts og auðmýktar. ‘Hvaðan á það svo að veraP’ spurði
hann. ‘Ur Grettis sögu, þar sem Grettir er drepinn,’ svaraði ég og hélt
bókinni fyrir framan mig til að geta séð hvort hann færi rétt með. Og
sá gamli þuldi orðrétt upp úr sögunni án þess að draga nokkurs stað-
ar við sig. (s. 185).
Melcalfe lætur gamla manninn reyna sig á nokkrum öðrum sögum en
aldrei bregst minni hans. Við slík tækifæri er gaman að bók Metcalfes en
hún verður leiðigjörn þegar hann sleppir sér út í lærðar bollaleggingar
um mannleg örlög eða reynir að koma með hnittilegar athugasemdir eins
og þá að söguhetja í Laxdælu (Bolli) eigi eitthvað sameiginlegt með
Bodley-bókasafninu í Oxford. Þá kemur afturhaldspúkinn upp í Metcal-
fe þegar hann ræðir um íslenska blaðamennsku og harmar að „forn frels-
isþrá [sé] að gufa upp í hlálegri sjálfstæðisbaráttu, þar sem púðrinu er
eytt í ómerkilegum blaðadeilum" (s. 394). Róttæku blöðin sem Cham-
bers gat um eru augljóslega farin að hafa einhver áhrif enda þótt Metcalfe
þyki lítið til þeirra koma. Áður en langt um líður á það sem hann nefnir
„hlálega sjálfstæðisbaráttu“ eftir að færa Islendingum heimastjórn.
Umbra og félagar vitja einnig þekktra söguslóða, sérstaklega á Suður-
landi, auk þess sem þeir heimsækja Þingvelli og Geysi. Lýsingarnar eru