Skírnir - 01.04.1993, Qupperneq 248
242
GARYAHO
SKÍRNIR
skoða fugla. Á leiðinni til baka til Reykjavíkur höfðu þeir þó stutta við-
dvöl við Geysi og á Þingvöllum þar sem þeir „hittu ‘Umbra’ og skugga-
lega19 félaga hans á hraðri ferð yíir landið. Einn þeirra blés í lúður þegar
við mættumst“ (s. 162). Eftir því sem á líður verður algengara að vísað sé
til annarra breskra ferðahópa í ferðabókunum. Þessar vísanir eru oft at-
hyglisverðar en, líkt og í þessu tilfelli, of fáorðar og torræðar.
Morris, Bryce, Burton, 1871-73
William Morris. Journals ofTravel in Iceland, 1871, 1873. The Collected
Works of William Morris. Bindi VIII. Utgáfu annaðist May Morris.
Longmans, Green, London 1911, xxv + 251 síða. Endurprentað í The
Travellers’ Classics ritröðinni með inngangi eftir James Morris. Centaur
Press, Fontwell, Sussex 1969; Praeger Publishers, New York 1971. Mynd
af Morris á titilsíðu, auk tveggja mynda: „The Arms of Iceland" og sýn-
ishorn úr handriti Morris. Ennfremur eru í bókinni tvö kort þar sem
sýndar eru leiðirnar sem Morris fór 1871 og 1873. Islensk þýðing Magn-
úsar Á. Árnasonar: Dagbœkur úr Islandsferðum 1871-1873. Mál og
menning, Reykjavík 1975. Með athugasemdum þýðanda.
William Morris (1834-1896) var þekktur á alþjóðavettvangi sem rit-
höfundur, hönnuður og frumkvöðull bresks sósíalisma. Afrek hans á öll-
um þessum þremur sviðum hafa haldið nafni hans á lofti fram á þennan
dag og eru fræðimönnum stöðugt athugunarefni. Menn hafa aftur móti
gefið tengslum hans við ísland minni gaum. Landið, þjóðin, vandamál
hennar og bókmenntir voru Morris þó löngum hugleikin, allt frá því
hann sökkti sér fyrst ofaní Eddurnar á námsárum sínum í Oxford á
sjötta áratugnum fram til þess er hann beitti sér fyrir aðstoð vegna hall-
æra á Norðurlandi á níunda áratugnum. Hann fékk Eirík Magnússon til
að kenna sér íslensku en þeir hófu að þýða saman íslenskar fornbók-
menntir árið 1868. Afrakstur þessa samstarfs var tylft Islendingasagna,
Heimskringla og mestur hluti Eddukvæða sem út komu á fornfálegri
ensku Morris. Islensk minni einkenna ennfremur tylft eigin verka hans,
þar á meðal kvæði og frásagnir, meira að segja fyrirlestra um sósíalisma.
Söguljóð hans, Sigurd the Volsung, var í farangri a.m.k. eins þeirra
bresku ferðamanna sem heimsóttu Island síðar (sjá Oswald). Ljóð Morr-
is, „Iceland First Seen,“ var þýtt á íslensku 1872.20
19 „Skuggalega félaga“ er þýðing á „accompanying shades." Shepherd leikur sér
hér að merkingu nafnsins Umbra, sem getur þýtt skuggi eða forsæla. (Athuga-
semd þýðanda.)
20 Steingrímur Thorsteinsson, „I landsýn við Island" eftir William Morris. Ný
félagsrit (1872), s. 187-89. Frumgerðin er birt í bók Morris, Poems by the Way
and Love is Enough. Longmans, Green and Co., London 1902, s. 44-47.