Skírnir - 01.04.1993, Side 249
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
243
James Bryce. „Impressions of Iceland (1872),“ Memories of Travel,
MacMillan, London and New York 1923, s. 1-43. Aftanmáls er bókar-
auki, „Appendix to Chapter on Iceland," eftir C.P. Ilbert sem var annar
tveggja ferðafélaga Bryce, s. 297-301 (endurprentaður úr Tbe Cornhill
Magazine (1874), s. 553-70). James Bryce (1838-1922) var margverðlaun-
aður nemandi við Oxford og varð síðar á ævinni þekktur á sviði lögfræði
og sagnfræði og fyrir afskipti sín af stjórnmálum. Hann var bæði þing-
maður og ráðherra og um sex ára skeið (1907-13) sendiherra Breta í
Bandaríkjunum. Bryce skrifaði fjölda bóka, hann var meðal stofnenda
Þjóðarbandalagsins (það var á vissan hátt undanfari Sameinuðu þjóð-
anna) og mikill fjallagarpur. Síðastnefnda áhugamálið dró hann til Is-
lands, að rótum Heklu. Þótt Bryce dveldi ekki nema tvo mánuði á land-
inu, náði hann tökum á íslensku á þeim tíma og varð mikill unnandi ís-
lenskra fornbókmennta.
Richard F. Burton. Ultima Thule; or A Summer in Iceland. Tvö
bindi. William P. Nimmo, London 1875, xix 4- 380 síður; vi + 408 síður.
I bókarauka er grein um brennistein á Islandi, á Sikiley, í Transilvaníu og
víðar. Ritinu er fylgt úr hlaði með yfirliti yfir sögu Islands. Auk þess eru
prentuð kort og myndir sem margar voru málmstungur gerðar eftir ljós-
myndum. Á titilsíðu er mynd af Reykjavík; annars staðar í bókinni er
mynd með þessum hlutdræga myndatexta: „Hafnarfjörður, sem ætti að
vera höfuðstaður íslands." Sir Richard Burton (1821-1890) var milli
verkefna hjá utanríkisráðuneytinu á enn fjarlægari slóðum þegar hann
var ráðinn af bresku fyrirtæki til að kanna möguleika á brennisteins-
vinnslu á íslandi. í riti sínu, sem er hvort tveggja þýðingarmikið og mik-
ið vöxtum (inngangurinn einn er 265 síður), segir hann frá heimsókn
sinni árið 1872. Hann kom aftur til landsins þremur árum síðar en frá-
sögn hans af þeirri ferð, „Iceland Revisited", var aldrei gefin út. Burton
var mikill málamaður en lærði þó aldrei íslensku. Hann fór í ævintýra-
lega könnunarleiðangra víða um heim og fann sér þó einhvern veginn
tíma til að skrifa tylft bóka um ferðir sínar. Þekktustu verk Burtons er
þriggja binda frásögn af pílagrímsferð hans til Medínu, þar sem Mú-
hameð er grafinn, og þýðingar á Þúsund og einni nótt (15 bindi).
Það er eðlilegt að setja þremenningana - Morris, Bryce og Burton - í
einn flokk, ekki bara vegna þess að þeir komu til Islands í upphafi átt-
unda áratugarins heldur einnig vegna þess að þeir voru allir nafnkunnir
og mikils metnir menn á sinni tíð. Allir voru þeir afkastamiklir rithöf-
undar og þekktir á alþjóðlegum vettvangi fyrir ýmislegt annað en skrif
sín: Morris sem hönnuður og sósíalisti, Bryce sem ráðherra og sendi-
herra, Burton sem könnuður og sérfræðingur í málefnum Austurlanda.
Skrif þeirra um ísland eru hrífandi og bera vott um dýpra innsæi en vitn-
isburður flestra annarra ferðalanga á síðari hluta nítjándu aldar. Þeir
héldu auk þess áfram að vera meðvitaðir um þann vanda sem steðjaði að