Skírnir - 01.04.1993, Page 251
SKÍRNIR
MEÐ ÍSLAND Á HEILANUM
245
dagbók Morris meðferðis. Morris tókst allur á loft þegar hann gat borið
kennsl á eitthvað sem hann hafði lesið um í Islendingasögunum. Því var
eins farið með mig, nema hvað áhrifin voru öll í öðru veldi. Ég þekkti
bæði kafla úr sögunum og dagbók William Morris. Hinn „fínofni þráður
innsæis og hugarflugs" öðlaðist nýja merkingu.21
Bryce og Burton dvöldu báðir á Islandi sumarið 1872. Leiðir þeirra
lágu ekki saman en þeir heimsóttu marga sömu staðina. Báðir klifu þeir
Heklu: Bryce er fáorður um fjallgönguna, Burton gerir gys að þeim sem
gefið hafa í skyn að gangan hafi verið erfið eða hættuleg. Bryce lagði upp
frá Seyðisfirði og reið um svæði á hálendinu sem menn fóru sjaldan um,
þar með taldir íslendingar. Hann lýsir „undarlegri, harðneskjulegri feg-
urð. Friðsæld náttúrunnar veitir manni innri ró“ (s. 18). Hann segir frá
ömurlegum og illa þefjandi torfbæjum en getur þess einnig að „íslenska
bóndabæi skorti ekki þrennt - bækur, kaffikönnu og mynd af Jóni Sig-
urðssyni, hinum mikla leiðtoga þjóðernissinna“ (s. 29). Og hann gerir
eftirminnilegan samanburð á fátækt á Islandi og í Bretlandi þar sem hann
segir að í „fátækustu hreysum Irlands“ eða „verstu hverfum Liverpool"
sé samræmi á milli veraldlegrar eymdar og „fáfræði og andlegrar ládeyðu
fólksins. [...] Á íslandi, aftur á móti, er fullkomið ósamræmi milli mann-
eskjunnar og húsnæðisins sem hún býr í“ (s. 29). Bryce telur að „frjáls-
mannleg framkoma og sjálfstæðiskennd“ Islendingsins stafi af lestri
fornsagnanna. Þær hafi „eflt ímyndunarafl hans og sögulega sjálfsvirð-
mgu íslensku þjóðarinnar, sem er meiri en staða hennar í nútímanum
gefur tilefni til“ (s. 30). Hann leggur ennfremur mat á áhrif Latínuskól-
ans í þessu sambandi, einkum í gegnum prestana sem sækja þarigað
menntun sína. Skólinn hefur einnig „verið bókmenntunum mikil lyfti-
stöng, skapað öfluga og einhuga sveit þjóðernissina sem talið hefur
dönsk stjórnvöld á að fella gömlu kúgungarlögin úr gildi og samþykkja,
loks síðastliðið vor (1872), stjórnarskrá fyrir landið.“ Kennarar skólans
skrifi bækur og sjái um útgáfu og prentun annarra, þeir leggi stund á
rannsóknir og kortagerð og „gefa samfélaginu í Reykjavík yfirbragð lær-
dóms og bókelsku sem maður á síst von á í slíkri þyrpingu af timburkof-
um“ (s. 37). Bók Bryce er krökk af skarpvitrum athugasemdum og
knöppum alhæfingum á borð við þessa.
Burton ávarpar breska lesendur: „Við höfum öll lesið í æsku um
þessi ‘veraldarundur’, Heklu og Geysi.“ Fyrstu ferðamönnunum þótti
það sem fyrir augu bar „spennandi og hrollvekjandi, mikilfenglegt og
sgifagurt. Okkur, sem höfum gagnrýnni og eftilvill þroskaðri smekk,
þykir ekki mikið til þess koma. Þeir voru ‘með ísland á heilanum,’ og
höfðu vit fyrir samtímamönnum sínum“ (s. ix-x). Burton sýnir hér viss-
21 Sjá Gary L. Aho, „Following the Footsteps of William Morris“, Iceland Re-
view 21 (1982), s. 93-99.