Skírnir - 01.04.1993, Qupperneq 252
246
GARYAHO
SKÍRNIR
an hroka en þess ber að gæta að ísland bliknaði í samanburði við hætt-
urnar sem steðjuðu að honum á ferðalögum um Arabíu og Afríku. Það
er líka rétt athugað að margir ferðamenn skrifuðu, í upphöfnum anda
rómantíkurinnar, yfirdrifnar lýsingar af landslagi Islands. Burton gerir
ennfremur lítið úr þeim Bretum sem hreyktust yfir skyldleika við Is-
lendinga, yfir sameiginlegu víkingablóði og „hugprýði“ þjóðanna en
gleymdu þeirri óþægilegu staðreynd að írskir þrælar voru drjúgur hluti
upphaflegra íbúa landsins.
Lýsingar Burtons á fátækt Islendinga eru sláandi og tillögur hans um
úrbætur þæði skýrar og skynsamlegar. Hann leggur til að fiskveiðar
verði auknar og að nýir innflytjendur verði hvattir til að setjast að á Is-
landi. Hann slær líka á léttari strengi, eins og þegar hann mælir með því
að nokkrir „annálaðir slæpingjar" verði sendir til „Milwaukee í læri hjá
bandarískum þrælapískurum sem geta innrætt þeim iðjusemi" (II, s.
288). Burton forðast útjaskaðar tuggur, inngangur hans einkennist af
fræðilegri en oft bráðskemmtilegri umfjöllun um jarðfræði íslands og
sögu, íslensk stjórnmál, mannfræði, menntun og helstu stéttir, dýrafræði,
skattheimtu og lýsingar fornra rita á Thule. Burton birtir einnig heim-
ildaskrá yfir hagnýt rit og ritgerðir fyrir þá sem ætla að ferðast um Is-
land. Hann telur fram 49 titla, þar af eru 28 á ensku. Þá er einn kafli í
bók Burtons helgaður „ferðaundirbúningi“ með kjarnyrtum ráðlegging-
um varðandi helstu leiðir, óábyggilega leiðsögumenn og annað þess hátt-
ar.
Smith, Waller, Oswald, Watts, Lock,
Trollope, Banks, Fonblanque, Lock, Coles, Sim, Harley,
Howell, Leith, Collingwood, 1873-97
R. Angus Smith. To Iceland in a Yacht. Einkaútgáfa á vegum Edmon-
ston and Douglas, Edinburgh 1873, vi + 153 síður. Með fjórtán mynd-
skreytingum, þar af eru fjórar ljósmyndir af Reykjavík. Heimildargildi
bókarinnar felst einna helst í ljósmyndunum, lýsingar textans eru æði
óljósar á köflum. Á einni ljósmyndanna, „Shore and Large Warehouse",
standa tveir stórir og sterkbyggðir bátar á fjörukambi í forgrunni hægra
megin, menn eru að störfum nærri öðrum bátnum, vöruskemman stend-
ur fjær og húsaburstir við ströndina í bakgrunni. R. Angus Smith var
efnafræðingur og unnandi íslenskra fornsagna. I tengslum við ferð sína
skrifaði hann grein um þoku á íslandi. Greinin birtist í Memoirs of the
Literary and Philosophical Society of Manchester 5 (1876), s. 150-64.
S.E. Waller. Six Weeks in the Saddle: A Painter’s Journal in Iceland.
MacMillan, London 1874, 177 síður. Með fimmtán svart-hvítum teikn-
ingum, þar af eru sex heilsíðumyndir. Teikningarnar eru skýrar, í hálf-
gerðum skopmyndastíl, en lausar við rómantíska upphafningu. Myndin