Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 276
270
EYSTEINN ÞORVALDSSON
SKÍRNIR
Safna brotunum
Dreg fyrsta stafinn
og er þá hringnum lokað en jafnframt er þetta upphaf hans því að hér er
fyrsti stafurinn dreginn eins og í fyrsta ljóðinu.
Hugðarefni Sindra eru ekki grunnfærin og sjálfhverf eins og títt er
með svo ungum skáldum sem hann er. Hann er þegar myndugur í efnis-
tökum, ígrundar tilveruna og tekst á við túlkun hennar af ástríðu og al-
vöru. Hlutskipti manns og lífshyggindi em til íhugunar og umræðu í
„Galdri skerjanna":
Eg bý í öllu því sem ég eyði
annars væri tortímingin
gleðilaus
Þetta segi ég þér seinna
þér sem skjögrar burt
með skipsflök í sálinni
fangað bergmál
af fornri þráhyggju
Sú tilverutjáning sem ljóðin flytja, er að flestu leyti óhugnanleg og
oft efld með grimmilegum ljóðminnum, s.s. vitfirringu, sturlun, djöflum,
draugum, en þó einkum með myndum sem margar hverjar eru haglega
smíðaðar. Ljóðin í öðrum kafla bókarinnar, „Undir vængjum svart-
engla“, miðla sérkennilegri vökuskynjun í gnótt mynda. I ljóðinu „Yfir-
lýst vígsla“ er myndrásin fjölbreytileg og hraðfara í samræmi við inntak
ljóðsins: „Vakan / vagn í stjórnlausum rússibana / ægihraðinn stað-
reynd“. En jafnframt því sem við „geysumst gegnum öskubylinn / geys-
umst áfram slöngubraut“ er konan hvað eftir annað nefnd til sögunnar,
konan stríðsmáluð, náttmáluð, náttsmurð, nafnlaus, stríðalin. Þessi nei-
kvæða kvenmynd virðist hluti af tjáningu firringar og fánýtis og ægi-
hraðinn er „yfirlýstur hemlalaus“ og áfram þeysum við „svimandi rússi-
banann“ í „reglu óreglunnar".
Þetta leiðir athyglina að skemmtunum eða næturlífi en að því er vik-
ið í allmörgum ljóðum bókarinnar. Og þar er ekki þekkilegt um að litast,
næturlífið er mettað ómennsku, lífslygi og ofbeldi eins og raunar jafnan í
ljóðum annarra skálda sem um það fjalla. En hér er myndmálið torræð-
ara en hjá flestum öðrum og jafnan hlaðið ömurleika og óhug, hvort sem
mælandinn er staddur í „dárakistu kvölds" eða væntir dansóðra djöfla
eða er „í vofufylgd um dimmuborg“, í návist silkimeyja í ilmhafi eða
glermeyja um „Vökunótt í mannsorpinu". „Silkimeyjar“ er raunar nafn-
ið á einu þessara ljóða en þar er mælandinn í hlutverki nýstárlegs lausn-
ara, krossfestur á tré girndarinnar, veitti sér þó síðusárið sjálfur og vill