Skírnir - 01.04.1993, Page 277
SKÍRNIR
HUGARGANGA
271
„nýjan flein / í holdið“, trúlega til að gjalda rækilegar fyrir svakasamt líf
sem mörg ljóðin vitna um. „Lofnarmál" heitir smáljóð sem gæti virst
gefa fyrirheit um að konan sönn eða ástir fagrar fengju hér inni. En sú
sem hér býr mælir þokuorðum og á þau er hlustað „til að villast fram af
bakkanum", og það eru væntanlega bakkar gleymskunnar sem afmælis-
börnin æða fram af „sem djöfulóð svín“ í ljóðinu „Á eigin vegum“.
I ljóðinu „Milli þilja“ spennir mælandinn kalkaðar greipar og „Slanga
hlykkjast í iðrum". Geigurinn sækir að á andvökunóttu með grun um
„níðþung spor“ sem nálgast að utan: „Veit / Feigðarúrið milli þilja / fær-
ir ósýnilega vísa /að hruni“. Ógn og kvíði búa víðast hvar undir niðri og
það minnir stundum á hugarástandið sem ríkir í hinum fyrri ljóðabókum
Gyrðis Elíassonar.
Þriðji hluti bókarinnar vísar til nafntogaðra listamanna allt frá Dante
til Gyrðis Elíassonar og þar fær hver sitt ljóð, beint eða óbeint. Kannski
er þarna vísbending um að Gyrðir sé ekki lengur í hópi ungskálda: ný-
græðingurinn setur hann í flokk gróinna meistara. Fjórði hlutinn, „Upp-
risan“, geymir einkum ljóð um „staurnætur“ („rek ég vökustaura / í
svefnhjartað"), einskonar andvökur þar sem margt voveiflegt ber við á
nætursviðinu. Mælandinn lítur í spegil á 19. afmælisdeginum (tunglöld) í
ljóðinu „Vendipunktar". „Minnið forsýnir felumyndir / á kúptu tjaldi"
stendur þar. Ef þetta er lýsing á kveðskaparaðferðinni er varla furða þótt
ýmislegt vefjist fyrir lesandanum. Og þarna hefst messan sem mælandinn
les sjálfum sér en í henni er táknmynd hins sofandi fljóts sem væntanlega
er hið klofna fljót sem minnst er á í tveimur öðrum ljóðum. Táknmynd
fljótsins er ekki skýr í þessum ljóðum en virðist þó taka til tímans og alls
lífs sem flýtur að feigðarósi. Öllu lífi er varpað í þennan straum fallvalt-
leika og feigðar og það velkist í honum uns yfir lýkur.
Fimmti hlutinn heitir „Heimkomur“ og þar er e.t.v. lýst hugsunum
þegar svefninn nálgast, „Lokaæfing fyrir draum / er hafin“ og í því
ástandi eru rifjuð upp atvik úr vöku eða draumi. Undir lokin er kvatt
með ljóði sem heitir einmitt „Kvatt“ og það sem er kvatt eru líklega at-
vikin sem upp voru rifjuð í öllum ljóðunum á undan: kvöl, næturlíf,
„kapphlaupið um urðarmánann“, kross girndarinnar, vitfirringin. Og
það er kvatt með nokkrum fyrirgangi: „drekasólum“ og „eldmessu" sem
er uppgjör og jafnframt upphaf yrkinga. Og í síðasta kvæði þessa hluta,
„Messulokum“, er lýst ragnarökum í huga eða lífi mælandans. Líkt og í
öðrum heimsslita-hugmyndum er lífinu borgið þrátt fyrir allt, eitthvað
lifir af þegar ófögnuðurinn hefur verið brenndur upp: „Rís eldvígður /
[...]“ svo sem tilvitnað er að framan. Hið unga skáld virðist því túlka
reynslu sína sem einskonar eldvígslu, og nú bíðum við næstu athafna
hins eldvígða.
Ljóðstíll Sindra Freyssonar einkennist af mikilli notkun myndhverf-
inga. Stundum eru myndirnar framreiddar af slíku örlæti að nálgast
myndregn eða myndhríð, t.d.: „Einhver afhýðir adamsepli / með letilegu