Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 282
276
JÓN AXEL HARÐARSON
SKÍRNIR
greina milli innri og ytri „etýmólógíu“. Sú fyrrnefnda hefur það hlutverk
að skýra orðmyndunarfræðilegt samband skyldra orða innan ákveðins
tungumáls; sú síðarnefnda leitar að samsvörun í skyldum málum og rek-
ur uppruna og þróun orða.2
Samkvæmt því sem nú hefur verið greint frá mætti vænta þess að í ís-
lenzkri uppruna- og skyldleikaorðabók væru t.d. eftirfarandi upplýsing-
ar gefnar um orðið Týr, -týr, flt. tívar. það á sér samsvörun í fe. Tig (ef.
Tiwes), fhþ. *Ziu (sbr. Ziuwari, nafn þjóðflokks [eig. „Týsverjar“], Zi-
ostag „Týsdagur"), gotn. *teiws „goð“ (sbr. bókstafsheitið tyz (Salz-
burg-Wiener Alcuin hdr.) = norr. rúnarheitið týr), ved. devá- „guðlegur,
guð“, avest. daéuua- „hjáguð, óvættur, djöfull“, lat. divus „guðlegur“
(flat. deivos) / deus „guð“ (báðar orðmyndir hafa þróazt út frá sama
beygingardæmi: nf. ''dejuos > deus, ef. '’dejui > divt), gall. *dévo- (sbr.
pn. Devognata (= Devognata, eig. ,,guðsdóttir“), þgf. Devognatae CIL
III, 5101), lith. diévas „guð“, fír. día „guð“; germönsku orðunum liggur
stofninn 'rteiwa- „guð, stríðsguð" til grundvallar (sbr. germ. teiva á
hjálmi B frá Negau (venet. áletrun með germ. texta frá lokum 2. til mið-
rar 1. aldar f. Kr.3; teiva = þgf. ,,tívi“), finn. to. Runkoteivas, germ.-lat.
gyðjunafnið Alateivia (leitt af :’rteiwa-), þgf. Alateiviae CIR 197); þessi
stofn er orðinn til úr ie. 'rdejuó- „himneskur, guðlegur, (Djew-kunnur)
guð“ sem leitt er af rótarnafninu :'rdjeu-/írdiu- „(dagbjartur) himinn, him-
inguð“ með vrddhi og viðskeytinu ::'-o-4, sbr. ved. dyáus „himinn, him-
inguð, dagsbirta, dagur", gr. Zeús, lat. Júpiter (< ávf. 'rdjou pater < ie.
'rdjeupMer, sbr. sub Jove „undir berum hirnni" < stf. 'rdjou-i < ie. 'rdjeu-
i) / Diéspiter, diés „dagur“.
I bók þeirri sem fjallað verður um hér á eftir er orðið Týr, -týr, flt.
tívar, borið saman við anorr. tír, fe. Tig, Tiw, fhþ. Ziu, gotn. bókstafs-
heitið tys [sic], germ.-lat. Alateivia, finn. to. Runkoteivas [ekki er minnzt
2 Þeim sem vilja fræðast frekar um þetta efni skal bent á eftirfarandi rit:
Etymologie (ritstj. R. Schmitt), Darmstadt 1977; Das etymologische Wörter-
buch (ritstj. A. Bammesberger), Regensburg 1983.
3 Sbr. A.L. Prosdocimi/P. Scardigli, Italia linguistica nuova ed antica. Studi
linguistici in memoria di Oronzo Parlangéli, Galatina 1976, bls. 189-201; H.
Rix, Etrusker nördlich von Etrurien. Akten des Symposions von Wien -
Schlofi Neuwaldegg 2.-5. Okt. 1989 (ritstj. L. Aigner-Foresti), Wien 1992, bls.
433-434.
4 Sjá J. Schindler, Kratylos 15 (1970 [1972]), bls. 152; G. Darms, Schwaher und
Schwager, Hahn und Huhn, die Vrddhi-Ableitung im Germanischen,
Miinchen 1978, bls. 337 o.áfr. - Indverska orðið vrddhi merkir „aukning,
vöxtur“. Afleidd orð sem í indóevrópsku eru mynduð á þann hátt að stofn
grunnorðsins eykur við sig e-i {*diu- => *d-e-iu+ó-, *(H)Á.men- (sbr. aind.
asman- „steinn, himinn") => rr(H)k-e-men+ó- > germ. 'rhemena- „himinn")
hafa gjarnan tengslamerkingu (eitthvað tilheyrir öðru).