Skírnir - 01.04.1993, Blaðsíða 284
278
JÓN AXEL HARÐARSON
SKÍRNIR
20.000 orð. Skýringin á þessari aukningu er í fyrsta lagi sú að í bók Ás-
geirs Blöndak eru mörg orð úr talmálssafni Orðabókar Háskólans og er-
lend tökuorð í íslenzku sem fjallað er um í fyrsta sinn; í öðru lagi víkur
Ásgeir að merkingu og uppruna mannanafna, en það gerir Alexander að-
eins í undantekningartilfellum.
í formála bókar sinnar spjallar Ásgeir Blöndal stuttlega um (1) indó-
evrópsk mál, (2) hljóðkerfi indóevrópskra mála, rætur og rótarauka, (3)
frumgermanskt málhljóðakerfi, (4) nokkrar breytingar málhljóða í frum-
norrænu, (5) nokkrar forn- og miðíslenzkar málhljóðabreytingar, (6)
nokkur nafnorða- og lýsingarorðaviðskeyti, (7) nokkur sagnaviðskeyti.
Kemur ágrip þetta áhugamönnum um sögulega málfræði að gagni, sér-
staklega þó viðskeytaspjallið, þar eð þessi þáttur sögulegrar orðmyndun-
arfræði hefur venjulega verið vanræktur í íslenzkum handbókum.
3
Þegar orðabók er gagnrýnd á viðeigandi hátt tekur ritdómari fyrir hvert
uppflettiorðið á fætur öðru og bætir þar við eða leiðréttir. Hins vegar
skal hér á eftir aðeins fjallað stuttlega um nokkur orð, og verður sú um-
fjöllun látin nægja til að varpa ljósi á helztu einkenni orðsifjabókar Ás-
geirs Blöndals (til að forðast óþarfar málalengingar mun ég oft sleppa því
að tilfæra skyld orð úr germönsku málunum)10:
dökkur, físl. d^kkr, dqkkr „dimmleitur, dimmur, myrkur, torskil-
inn“: utan germ. málanna er lo. dökkur borið saman við hett. dankuis
„dökkur, svartur" og kymr. dew „þoka, reykur, molla“; Ásgeir Blöndal
getur þess að þessar orðmyndir séu komnar af ie. rótinni *dhen-g- <
*dhem-g- [þ.e. *dhem- með rótarauka -g-]; hins vegar er ekki vikið að
orðmyndunarfræðilegu sambandi þeirra; víxlmyndirnar dokkr og dqkkr
í forníslenzku eru skýrðar þannig að hér sé um mismunandi stofnmyndir
að ræðá á eldra málstigi: *dankwia- (> dqkkr) og *dankwa- (> dqkkr);
ekki er greint frá því hvort báðar þessar stofnmyndir hafi þróazt út frá
einum og sama stofni í frumgermönsku, né heldur hver hann þá hafi ver-
ið. - Það er vel þekkt fyrirbæri að meðal wa-/wö-stofna lýsingarorða í
norrænu eru allmörg sem upphaflega höfðu beygingu «-stofna. Hliðar-
myndir með q og 0 (sbr. glqggr/glqggr, snqggr/smggr, þrqngr/þwngr,
qngr/mgr) eru komnar af mismunandi fallmyndum þessara upphaflegu
«-stofna (eins og Ásgeir Blöndal bendir reyndar sjálfur á í umfjöllun
sinni um öngur, físl. qngr, ongr), t.d. nf. þrqngr, þf. þrongvan < frum-
norr. 'rþrangu-R, *þrangwia-nö; nf. þrongr er því áhrifsmyndun til sam-
ræmis við aukaföllin. Það má sem sé ganga út frá því sem vísu að lo.
10 Merkingar orða eru yfirleitt gefnar samkvæmt orðsifjabók Ásgeirs Blöndals.