Skírnir - 01.04.1993, Page 287
SKÍRNIR
ÍSLENZK ORÐSIFJABÓK
281
almenna viðurkenningu samanburðarmálfræðinga. Og fyrir tæplega 40
árum uppgötvaði K. Hoffmann18 að í indóevrópsku var til eignarvið-
skeytið *-Hen-/-Hon- Y'-bion-\ sem m.a. kemur fyrir í orðinu ''hi/u-
hion- „ungur“ (> find. yúvan-); hann færði líka rök að því að þetta orð
væri leitt af »-stofninum ''hioj-u-Hhij-ey- (sbr. find. ayu- „lífsþróttur",
avest. ef. yaos „lífstíð"); af *h2ju-h3on- „ungur (::'sem hefur lífsþrótt)“
hefur svo verið myndað orðið ''hijuhirj-kó- (sbr. find. yuvasá- „ungur,
unglingui") > *ju(hs)nkó- > germ. *junga-.
þróa(st) „þroska, efla, auka, ...; þroskast, taka framförum“: þessi
sögn sem borin er saman við mhþ. gedrouwen „vaxa“ og þ. mállýzku-
myndirnar druhen, truhen, trúehen „dafna, aukast“ er rakin til ger-
mönsku orðmyndarinnar ''þröwön sem ekki er skýrð frekar; vísað er til
orðanna þrosk(u)r, Þrúður, þrúð- og þrúð(u)gur. Lýsingarorðið þrosk(u)r
„þroskamikill, gildur, þróttmikill" (< germ. *þru-ska-), sem no. þroski
og so. þroska(st) eru leidd af, er tengt avest. tuQruiie „hef alið upp og
brauðfætt“ og Oraos- „koma(st) til þroska“. Kvenmannsnafnið Þrúður
(með sömu rótarmynd og þrúð(u)gur og þrúðinn) er rakið til i-stofnsins
:'þrúþi- sem borinn er saman við fhþ. triuuit „vex, blómgast" (<
■'þrewja-), trowwen „vaxa“ (< *þrawjan) og ffrísn. og fsax. -thrúth- og
fhþ. -drúd- í mannanöfnum. Hvergi endurgerir Ásgeir Blöndal ie. rótina
sem allar þessar orðmyndir eru komnar af. En þó er greinilegt að hann
aðhyllist upprunaákvörðun Pokornys og annarra sem gera ráð fyrir
frumrótinni ''treu- / '-'treu-s- (með rótarauka -s-).19 Þessi endurgerð er
úrelt. Auk þess er sú skoðun röng að í avest. draostá liggi fyrir bandstafs-
laus („athematísk") nútíðarsögn sem mynduð sé af auknu rótarafbrigði
Qraos- andspænis Qru- í 3. p. et. perf. mm. tuQruiie', orðmyndin Qraosta er
3. p. et. s-aor. mm.20 - Ganga verður út frá því að frumrót þessarar
orðsiftar hafi verið ''trehiu- „ala upp, næra“ sem þróazt hefur á mismun-
andi hátt, allt eftir því í hvaða umhverfi hún var: á undan samhljóði urðu
rótarallómorfin 'Hrehiu- og ''trohiu- að ''treij- og ''troy- (með reglulegu
brottfalli laryngalans (::Ái) milli sérhljóða); á undan sérhljóði hins vegar
urðu rótarmyndirnar ''trehiy- og ''trohai- að ‘Hreu- og ''tröu- (með
brottfalli laryngalans og uppbótarlengingu undanfarandi sérhljóðs); á
undan samhljóði varð hvarfstigsmyndin *trhiu- að ''truhi- > *trú- (með
reglulegri hljóðvíxlun *hiu > *uhi og brottfalli laryngalans og uppbótar-
lengingu undanfarandi sérhljóðs). Þegar þessir þróunarmöguleikar eru
hafðir í huga skýrast þær orðmyndir sem um ræðir svo að segja sjálf-
krafa: orðmyndunum ísl. þrosk(u)r, fhþ. triuuit, trowwen og avest.
tuQruiie (< iír. ''tu-truu-aj) og Qraosta liggur rótarallómorfið ''treu- til
19 Sbr. Pokorny, IEW. (sjá nmgr. 8), 1095.
20 Sbr. E. Schwyzer, IF 47 (1929), bls. 237; J. Kellens, Le verbe avestique, Wies-
baden 1984, bls. 367 og aths. 11 (með fleiri tilvitnunum).