Skírnir - 01.04.1993, Síða 293
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Þulur
SÚ ABSTRAKTLIST sem kom fram hér á landi í byrjun 6. áratugarins og ætt-
uð var frá Frakklandi var að mestu eða öllu leyti formræn. Þegar hér var
komið var búið að rjúfa endanlega tengslin við hlutveruleikann og afmá
allar dulspekilegar forsendur og tilvísanir. Litur var litur, form var form,
engin meðvituð ytri skírskotun, engin frásögn, aðeins sjálfstæður, form-
rænn myndheimur.
Guðmunda Andrésdóttir (f. 1922) kveðst hafa uppgötvað abstrakt-
listina (og þá sérstaklega eigin sköpunarþörf) á tímamótasýningu Svavars
Guðnasonar í Listamannaskálanum árið 1945. Guðmunda er einn þeirra
listamanna (og ein af örfáum konum) sem tileinkuðu sér myndmál geo-
metríunnar í upphafi 6. áratugarins.
Síðastliðna fjóra áratugi hefur Guðmunda rannsakað eðli þessa
myndmáls sem hún hefur kunnað að endurnýja og hlaða persónulegri
merkingu. Líkt og myndir hennar benda til, vinnur listakonan einkar
markvisst og skipulega og þaulkannar þá möguleika sem búa í hverri
myndgerð sem hún vinnur með. Því má hæglega skipta listferli hennar
upp í fimm afmörkuð tímabil: hreina geometríu, grindarmyndir, hringa-
myndir, bylgjumyndir og nú síðast myndir sem eru eins konar endur-
skoðun og endurnýjuð úrvinnsla á grindarmyndunum.
Málverkið Þulur frá 1972 (olía á striga, 115x130 sm.; sjá kápumynd
Skírnis), sem er eign Háskóla Islands, er gott dæmi um hringamyndir
Guðmundu sem fram komu í byrjun 8. áratugarins. Þar kýs listakonan
að vinna út frá hringforminu og hreyfigildi þess. I þessu verki er mynd-
fletinum skipt upp lárétt með einni afgerandi grænni línu, rétt ofan við
miðju, og síðan svörtum, hvítum og mismunandi gulum línum sem læsa
saman rauðgulan flöt, sem hylur efri hluta myndarinnar, og hvítan flöt
að neðanverðu. Ofan á þessa fleti raðar listakonan hringformum (mis-
munandi stórum og innibyrgðum) í bláu, svörtu og rauðu sem virðast
svífa eða flæða upp og niður og til hliða á myndfletinum. Inn á milli eru
hárfínar línur sem tengja saman grunnflötinn og hringformin og ýta
undir hreyfigildi hringanna á sama tíma sem þær beisla þá.
Til að koma hreyfingunni af stað eru hringformin ögn sporöskjulög-
uð eða líkt og lítið eitt afmynduð (af hraðanum). Og þar sem þau eru
samanþjöppuð og innibyrgð virðast þau ganga jafnt inn og út úr mynd-
rýminu eða upp og niður myndflötinn. Þannig er í raun þeim grun lætt
inn hjá áhorfandum að það sé sama formið í mismunandi myndbreyting-
um sem geysist yfir myndflötinn. Og til að undirstrika hraðann, gáskann
og leikinn beitir listakonan óspart andstæðum litasamböndum og spenn-