Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 60
Ingólfur Guðmundsson
Við erum heima að Þingvöllum að vetrarlagi. Þar er unaðsleg kyrrð utan
dyra og innan. Heimafólkið er kyrrlátt og nýtur þess að vera í friði og ró
eftir spennu og óvissu stríðsáranna. Fjölmiðlafargið er fjarri, útvarpið
helst opnað til að hlusta á fréttir — og lestur passíusálma.
Síminn hringir sjaldan en honum verður að sinna. Hér er símstöð,
pósthús og endastöð áætlunarbílsins. Það verður að taka veðrið og koma
veðurlýsingum réttstundis símleiðis til Veðurstofunnar. Allt er þetta
mikilvæg þjónusta við marga, annir og ónæði misjafnlega metin, fremur
til áhyggju en ábata fyrir heimafólkið.
Jóhann var oft opineygur þegar hann sagði frá, fræddi eða prédikaði og
hann hafði svo sannarlega opin augu fyrir umhverfinu, veðrinu og ekki
síst vatninu. Hann skrifaði m.a. vandaðar greinar um ísalög á Þingvalla-
vatni. Vakandi auga var haft með öllu. Skotveiðimenn gat þurft að áminna
eða afvopna um rjúpnaveiðitímann. Sjálfur var hann meiri vemdunar-
maður en veiðimaður þótt hann hafi sem ungur maður aflað sér farar- og
bókaeyris með veiðum — með erfiði og sársauka í sinni. Nú vom ein-
ungis stundaðar silungsveiðar í net til heimilisnota. Minkahundur vakti
yfir hænsnunum og bægði frá vargi. Köttur var einnig til vamar.
Búskapur var nú mjög frábmgðinn því sem Jóhann ólst upp við í
Grafningnum og hjá séra Guðmundi Einarssyni sem þá sat Þingvallastað.
Kýr vom þó í fjósi skammt frá bænum og því fékkst mjólk til heimilisins
og til smjör- og skyrgerðar. Hestur var einnig til gagns og gleði en ekki
stundaði Jóhann útreiðar á gæðingum. Hann gekk mikið og ók gömlum
jeppa, X-217.
Vélar og tæki vom honum verðugt viðfangsefni. Þegar ljósamótorinn
kom fyrir heimilið þá setti hann sig vandlega inn í allt — líka í þeim
heimi — með sömu forvitni og nákvæmni og honum var töm úr sínum
fræðistörfum.
Séra Jóhann var þó fyrst og fremst mikill hirðir manna og dýra. Nú
mátti ekkert sauðfé þrífast í þjóðgarðinum. Það voru mikil viðbrigði.
Hirðisumhyggja hans beindist því mikið að öðrum málleysingjum,
vemdun og landbótum í þjóðgarðinum. Með vökulum augum og opnum
huga lifði hann í sátt við anda landsins og staðarins. Hér vora margra
heima mót — og hann þar heimamaður.
Nú er sumar á Þingvöllum og í mörg hom að líta, afgreiða veiðileyfi í
vatninu, sinna tjaldgestum og stuðla að friði og farsælli nýtingu þjóð-
garðsins, taka á móti ferðamannahópum úr ýmsum áttum mælandi á
mörgum tungum.
í öllu þessu naut Jóhann margra, bæði heimilisfólks og annarra. Um
helgar og á öðram annatímum vora m.a. lögreglumenn úr Reykjavík til
gæslu og öryggis. Öllu þessu fólki þurfti að sinna með mismunandi hætti
miðað við eðli máls og sérkenni hvers og eins. Erindin gátu verið mörg
samtímis og sundurleit líkt og viðskiptamennimir en hans sérkennilega
58