Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 157
Þankarúnir
sjónvarp, iðngreinar, þar sem von er á síhækkandi launum undir
harðsnúinni forystu. Hið mjúka líf — soft life — í hægindastólum og
lúxusbílum, með langdvölum í danshúsum og drykkjustofum, er auglýst
þúsundfalt meir (t.d. í útvarpi voru) en mannúðin og hjálpin til handa
þeim, sem hennar þurfa. — Um mannúðarmál er þó rætt á þann hátt að
spenna ágirndarbogann í brjóstum manna og miða örinni á stóra
vinninginn. Og þá hafa menn úttekið sín laun eins og Faríseamir. Þeir
unnu líka talsvert að mannúðarmálum, meira en margir vor á meðal.
Vér íslendingar gerum allra norrænna þjóða minnst að því að líkna
bágstöddum mönnum í öðmm löndum. Samt em heima fyrir framundan
erfiðleikar varðandi brýnar skyldur gagnvart mönnum af eigin þjóð. Með
óheyrilegum seinagangi í byggingu þess eina hjúkmnarskóla, sem hér er
til, er bæði hjúkmnarfóki nútíðar og framtíðar sýnd fyrirlitning og
vanþakklæti, um leið og byggðar em glerhallir með miklum hraða og
hóflausum íburði og kostnaði. Lúxusframhjáhaldið fær forgangsrétt fyrir
mannúðinni.
Jafnvægi í byggð landsins5
„Jafnvægi í byggð landsins” — Þessi fjögur orð heyrast oft og sjást víða á
prenti. Hugsunin að baki þeim er vel þess virði að hún sé rædd, og helzt
skynsamlega. í fyrsta lagi þarf að gera sér ljóst að byggð lands vors er
ekki lengur í jafnvægi. Um vemlegt jafnvægi í byggð var áður að ræða,
meðan býlin vour dreifð og þorp fá og smá, en það ástand er ekki framar
fyrir hendi og mun aldrei aftur verða. Nýtt jafnvægi í byggð landsins
verður því mark, sem keppa þarf að, ef hin fjögur orð eiga að hafa
einhverja merkingu aðra en sögulega. Ef menn vilja ná því marki að
skapa nýtt jafnvægi í byggð landsins, þarf vel að hugleiða aðferðir og
leiðir, svo að árangurinn verði heillavænlegur landi og þjóð.
Spyrja mætti hvort jafnvægi í byggð landa sé almennt æskilegt þar sem
gerlegt er að halda því eða ná, og hvort alvarleg jafnvægisröskun sé
óæskileg. Báðum spumingum ber að svara játandi. Þar sem borgir hafa
vaxið, líkt og stór vatnssjúk höfuð á litlum kroppum, em löndin mjög
viðkvæm ef vanda steðjar að, svo sem styrjaldir eða byltingar. Ýmsir
nýir þjóðfélagssjúkdómar, svo sem rótleysi, afbrot, sálsýki o.fl. þrífast
alltof vel í stórborgum. Borgimar hafa tilhneigingu til að sundur mala
ýmsa einstaklinga, einkum þá sem viðkvæmir em og minni máttar.
Jafnvægi er einnig að vissu marki nauðsynlegt milli borgarhluta, til þess
að komast hjá þarflausu öngþveiti í umferðarmálum, skólamálum,
löggæzlu og heilsuvemd, svo nokkuð sé nefnt.
5 Birtist í Lesbók Mbl. 9. tbl. 1965.
155