Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 62
Ingólfur Guðmundsson
var ærið sundurleit hjörð sem naut hirðisins, prestsins og þjóðgarðs-
varðarins á Þingvöllum. Margur unglingurinn mætti hér föðurlegri
velvild í vanda og villu. Sjálfur naut ég leiðsagnar hans þar vetrarpart við
guðfræðinám, m.a. í trúarbragðafræði. Við hjónin hlutum þar síðar góða
aðhlynningu og aðstoð eftir umferðaróhapp — í tilhugalífinu. Enn síðar
hjónavígslu í Þingvallakirkju með bæn, blessun og föðurlegum ferða-
óskum — og hjónavígsluvottorð á ensku með stimpli þjóðgarðarins —
svona til frekara öryggis.
Margir gætu aukið hér við frásögnum í þakklæti, gamni og alvöru, ef
eftir væri leitað.
Þingvalladvölin var trúlega besti tími hjónanna og bama þeirra saman.
Þar var oft glatt á hjalla á góðum stundum — og mörgum málum.
íslenskan var að jafnaði ríkjandi en ef hjónin og bömin töluðu sín á milli
var norskan töm. Ef hjónin vildu torvelda skilning annarra en dótturinnar
var enskan gjaman notuð — en kínverskan var „leyndarmál“ hjónanna.
Það fór ekki á milli mála.
Matargerðin, borðhaldið og öll umgjörð heimilislífsins bar merki
margra heima — í sveit, hátt upp til fjalla í nokkurri einangmn eins og þá
var.
Fljótt á litið gæti virst að 6 ára vist Jóhanns og fjölskyldu hans á
Þingvöllum markaði ekki djúp spor, væri friðsælt og hollt milliskeið í
starfsævinni, kristniboði og kennslustörfum. Báðir þessir þættir vom
ræktir í prestsþjónustu og þjóðgarðsvörslu.
Það var haft eftir fyrirrennara hans — í gamni og alvöru — að honum
fyndist hart að það skyldi þurfa kristniboða að Þingvöllum eftir að hann
var búinn að þjóna þar vel og lengi.
Kristniboðamir frá Kína ávöxtuðu þama áfram pundin í djúpu en oft
duldu samhengi við bæði fortíð og framtíð.
Þótt dvölin væri þeim dýrmæt og heilnæm og prestsþjónustan væri séra
Jóhanni kærkomin lífsfylling í fjölhæfninni, þá markaði dvöl þeirra
trúlega dýpri spor í sögu Þingvalla en í þeirra eigin feril. Þegar Þing-
vallanefndarmenn fengu Jóhann til Þingvalla var að nýju tekinn upp
þráður sem rofnaði með stofnun þjóðgarðsins og niðurlagningu presta-
kallsins. Prestakallið var endurreist 1957 og þessi meginþráður í lífi
staðarins hefur ekki rofnað síðan og gildnar fremur en grennist. Það er
ekki líklegt að hann rofni aftur í bráð þótt löngum hafi verið skiptar
skoðanir um ágæti þessarar skipanar.
Á Þingvöllum fetaði séra Jóhann í fótspor fermingarföður síns, (og
míns), séra Guðmundar Einarssonar, sem hvatti hann ungan og efldi til
mennta.
Sú slóð hefur reynst heilladrjúg fyrir stað og söfnuð. Sporgöngu-
mennimir hafa bæði góðan fræðara og fyrirmynd í heima-manninum séra
Jóhanni Hannessyni.
60