Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 67
Samstarfsmaður og vinur
. . Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
er við trúnni var tekið af lýði,
þar komu Gizur og Geir,
Gunnar, Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héruð. . .”
Litlum getum þarf að því að leiða, að sögufrægð héraðsins hefur eggjað
ungan og gáfaðan dreng — hvatt hann til dáða.
Jóhann fæddist 17. nóvember 1910 að Nesjum í Grafningi, en fluttist á
fyrsta ári að Stóra-Asi í sömu sveit. Hann var elztur í hópi 9 systkina.
Hugur hans stóð snemma til mennta. Hann var ekki fyrr orðinn læs en
hann gróf sig niður í bóklestur. Þegar systkini hans voru að leika sér, fór
hann með bók út í hlöðu og sökkti sér ofan í lesturinn. Hann var alæta á
bækur, eins og algengt var á þeim árum, enda ekki alltaf um
fjölskrúðugan bókakost að ræða. Eitt sinn lá hann úti í hlöðu og las
Veslingana eftir franska rithöfundinn Victor Hugo. Sú bók virtist hafa
talsverð áhrif á hann.
Jóhann var afar kjarkmikill drengur og alltaf fús að taka að sér
sendiferðir á aðra bæi, enda fróðleiksfús og spurði margs, er hann náði
tali af ókunnugum. Undraðist fólk oft, hve spurull hann var — og oft
spurði hann um útlönd. Og hann mun ekki hafa verið eldri en 8 ára, er
hann fór einn með heybandslest þriggja hesta um klukkutíma ferð. Það
hefðu vart allir leikið eftir honum.
Alllangt var til kirkju að Úlfljótsvatni og þangað farið fótgangandi til
messu. Ekki mun hafa borið á sérstökum trúaráhuga hans, fyrr en um
fermingaraldur, er hann bjó sig undir fermingu hjá síra Guðmundi
Einarssyni á Þingvöllum.
Síra Guðmundur veitti Jóhanni fljótt athygli og sá í honum
óvenjumikið mannsefni. Hann hafði mikinn áhuga á, að Jóhann kæmist í
skóla, og sagði honum til í ýmsum greinum auk fermingar-
undirbúningsins.
Jóhann var alla ævi þakklátur síra Guðmundi og minntist hans jafnan
með hlýhug sem velgjörðamahns.
Veturinn, sem hann gekk til spuminga, var fjölskyldunni erfiður.
Engin kennsla var þá í Grafningi. Húsmóðirin veiktist og varð að fara
suður til Reykjavíkur á sjúkrahús. Þetta var bammörgu heimili mikið
áfall.
Jóhann hugsaði mikið um lífið og tilvemna á þessu skeiði. Fólk kallaði
hann forvitinn. Það er sameiginlegt einkenni þeirra, sem góðum gáfum
eru gæddir og fróðleiksfúsir. Og stundum gat hann spurt þannig, að
fullorðna fólkið átti erfitt með að veita honum nokkura viðhlýtandi
úrlausn.
Ætli meginspumingar mannlegs huga hafi ekki fljótlega vaknað hjá
honum:
65