Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 120
Jóhann Hannesson
4,18). Síðan settist hann, svo sem gert var ráð fyrir í þeirrar tíðar
helgisiðum, og tók til að leggja út textann: í dag hefir rætzt þessi ritn-
ingargrein, sem þér nú hafið heyrt. Þau orð, sem guðspjallið geymir, eru
þó sennilega ekki nema örlítið brot af þeirri ræðu, sem hann raun-
verulega flutti, og menn undruðust fyrir þau undursamlegu orð, sem
fram gengu af munni hans. (Samkvæmt þriðju textaröð vorri kemur
Lúkasartextinn á 1. sunnudag í aðventu.)
Hér liggur fyrir samtíma frásögn af venjulegri sabbatsguðsþjónustu
Gyðinga, ein af þeim örfáu frásögum, sem varðveitzt hafa um þess konar
guðsþjónustu.
Hér er ástæða til að gefa gaum að þrennu:
a) Guðsþjónustan er í vissum skilningi liturgisk. Hátíðlegur upplestur
úr ritum spámannanna var hluti af liturgíu í samkundu Gyðinga.
b) Upplestur textans er þama sérstakur liður.
c) Jesús útleggur textann og flytur þar með áheyrendum sínum
boðskap, sem hann hagnýtir í túlkun textans. Hann boðar að
uppfylling spámannsorðsins eigi sér stað hér og nú, á þeirri stund og
þeim stað, sem hann talar.
3. Fyrirmyndir og hliöstæður
Hin kristna boðun orðsins á sér fyrirmyndir í trúarbragðasögunni. Það er
einkum hin hómiletiska gerð prédikunar, sem á sér forsögu í samkundu
ísraels. Og það er eðlilegt að líta á prédikun kirkjunnar sem framhald af
verki Jesú sjálfs og postulanna. Talað orð er það tæki, sem skapar
kirkjuna frá fyrstu stund. í öðrum trúarbrögðum er lítið um hliðstæður,
utan í Múhameðstrú, íslam. Siðaprédikanir em hins vegar víða kunnar,
t.d. frá grískum heimspekiskólum, bæði hinum kyniska og Stóu, og
áhrifin blönduðust saman í því ræðuformi, sem nefnist díatríbe.
Siðaprédikanir em einnig kunnar úr Mahayanabúddhadómi. En texta-
útlegging, líkt og hjá synagógu og fomkirkju, voru þessar prédikanir
ekki. Biblíuleg trú heldur prédikuninni sem einu veigamesta sérkenni
sínu. Prédikunin greinist þannig frá upphafi vega frá öðrum gerðum
talaðs orðs, og þar með einnig frá heimspekilegri og pólítiskri mælsku-
list.
4. Nokkur sérkenni prédikunar
Út frá uppmna kristinnar prédikunar hjá Jesú sjálfum í því tilfelli, sem
um var getið, má til hægðarauka greina þrjú sérkenni prédikunar, sem
meðal annars greina hana frá kennslu og öðru töluðu og rituðu Guðs
orði:
118