Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 49
Minningar um háskólakennara
í „fyrri hluta” fór prófessor Jóhann m.a. með almenna trúarbragðasögu
og heimspekisögu. Kennslubækur lágu náminu til grundvallar, en víðar
var seilzt miklu en þeim nam. Þekking prófessors Jóhanns í þessum
fræðum stóð djúpum rótum og á gömlum merg. Jafnframt las hann mikið
og jók kunnáttu sína, vitnaði löngum í nýrri rit og hélt sundurleitu efni að
nemendum.
Sumir hafa orð á, að hér væri Jóhann Hannesson skemmtilegastur
kennari. Vera kann hann virtist óbundnari en ella af þeim skuldbindingum
heilagrar kirkju og trúar, sem skipuðu öndvegið í „síðari hluta”. Kennari
og nemendur leituðust við að sjá vítt um veröld hverja og undu við
margþætt safn menningararfleifðar allra alda og ýmissa heimshluta.
Hugtakagreining
Prófessor Jóhann var eðlilega nákunnugur trúarbrögðum Austurlanda,
enda dvalið þar sjálfur á annan tug ára og ekki setið luktum augum á akri
þeim. Virðing hans fyrir Búddhisma er eftirminnileg, svo að einhvers sé
getið. Ekki var trútt um, að hann hefði tileinkað sér látbragð úr þeim
ranni, vísast í gamni meir en í alvöru.
Þessir kunnleikar gerðu það jafnframt að verkum, að Jóhann Hannesson
átti öðrum mönnum hægara með að greina í sundur austurlenzkan átrúnað
og kristinn dóm. Af mikilli skarpskyggni og glettni, sem ávallt einkenndi
hann, fjallaði prófessor Jóhann iðulega um fálmkennda viðleitni Vestur-
landabúa til að gramsa í fjarlægum trúarbrögðum úr austri, án þess að
ganga nokkru á hönd: Kristi væri hafnað til hálfs, Gautama Búddha
leiddur til sætis með semingi; báðir í rauninni lastaðir og lítilsvirtir af
rutlkenndum grautargerðarmönnum, sem e.t.v. tryðu engu og kærðu sig
a.m.k. alls ekki um að skilgreina trú sína af rökum eða viti, en þættust
geta rótað í hverju sem væri, án allra skuldbindinga.
Hliðstætt uppgjör prófessors Jóhanns við Hindúadóm og Tao situr eigi
miður í minningunni. Hinu síðar greinda var hann einkar handgenginn
eftir árin öll í Kína og átti það til að tala af djúpri hæversku um Lao Tse
og Bókina um veginn. En samtímis voru skýrar línur skomar umhverfis
þennan fomkínverska meistara og skilin milli Taoisma og kristins dóms
jafnan gerð svo glögg sem efni standa til.
Hugtakagreining af því tagi, sem nú var getið, er líkleg til að teljast
aðalsmerki íhugunar helgra dóma. Á síðari áratugum hefur trúarleg
sundurgerð sótt svo mjög á víða um Vesturlönd, að mönnum, sem hugsa
vilja röklega og af skilvísi um trú, fallast hendur. Margt bendir til, að
samasemmerki skuli nú sett milli trúar og þokukenndra óra.
Þetta er þeim mun dapurlegra sem veraldleg hugmyndakerfi em sér til
húðar gengin, og gagnvart þeim á hugsandi trú sterkari leiki í tafli en
verið hefur um sinn.
Við slíkar aðstæður hljóta kristnir menn að sækja fram með röklegar
skilgreiningar á lofti og krefja viðmælendur sína hins sama. Hér er ekki
um að ræða einveldishneigð eða áætlun um kúgunaraðgerðir af neinu tagi.
47