Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 129
Saga kristínnar boðunar í frumdráttum
mælskulist, dulspekilegan innileika og sérkennilegt, oft og einatt mjög
fagurt mál. Sumir þeirra eru að verulegu leyti á kirkjulegum brautum í
prédikun sinni, en aðrir sökkva sér niður í leyndardóma hins innra lífs,
einkum þó Eckehart (d. 1328).
Það er kunnugt frá kirkjusögunni hve áhrifaríkar prédikanir gengu út
frá þeim mönnum, sem kallast „morgunstjömur siðbótarinnar”, þeim
Valdes, Wyclif og Húss. Þá em ekki þeir einir hafðir í huga, heldur
einnig lærisveinar þeirra. Hins vegar mun það ekki jafn kunnugt að
sumar borgir höfðu einatt sérstök prédikaraembœtti um lengri eða
skemmri tíma. í Strassburg var t.d. stofnað prédikaraembætti árið 1479,
og einn frægasti prédikari aldarinnar, Geiler frá Kaiserberg, gegndi því
um árabil. Það var skylda hans að prédika alla sunnu- og helgidaga
ársins, og auk þess alla daga föstunnar, og einnig á skrúðgöngudögum.
Þessi mikla prédikunarstarfsemi leiddi hins vegar til þess að prédikun í
venjulegri messu, í fomkirkjulegum hómiletiskum stíl, lognaðist alveg út
af í mögum kirkjum fyrir siðabót.
Að prédika og hlýða á prédikanir taldist til góðra verka á síðmið-
öldum. Þessum góðu verkum fylgdu þau laun að menn fengu aflát fyrir
þau. Á 15. öld mynduðust ýmsar „prédikunarreglur” á meginlandinu, og
þær örvuðu almenna trúrækni. Kunnir frá kirkjusögunni em Samlífs-
brœður í Hollandi. Þeirra klassiska verk var „Breytni eftir Kristi”, eitt
frægasta bókmenntaverk kristninnar, eftir Thomas von Kempis. Samband
milli þess konar bókmennta og prédikunar samtíðarinnar var náið, og
slíkt samband hefir oft ella verið að finna í sögunni.
Þróun prédikunar á miðöldum er í stuttu máli sú, að klofningux vex milli
liturgíu og prédikunar eftir því sem á líður síðmiðaldir. Samkvæmt
reglu, sem aldrei var úr gildi felld, átti prédikunin heima í messunni á
sama stað og hún er nú í lútherskri messu.
Á miðöldum hófst sú venja að helga dýrlingum tiltekna daga. Þess
vegna fór einatt á þá lund að prédikunin varð ekki útlegging biblíulegs
texta, heldur frásögn um dýrling dagsins. Margar varðveittar ræður em
sermones de sanctis, ræður um dýrlinga.
Þá kom inn í sunnudagsmessumar nýr þáttur, textar á móðurmáli, sem
lesnir vom á eftir ræðunni, í þeim tilgangi að veita almenningi fræðslu
um frumatriði kristins siðar. Kirkjulegar tilkynningar og bænir bættust
hér við, einnig sérstök syndajátning og eins konar aflausn. Þessi
sérkennilegi tilbeiðsluþáttur fékk heitið „offene Schul” og hélzt allengi í
sumum kirkjum mótmælenda. Áhrifamesta prédikun síðmiðalda átti sér
ekki stað í messunni, heldur utan hennar. Betlimunkamir fundu sér annan
vettvang en kirkjuhúsin til að prédika, og undir berum himni komust
127