Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 50
Heimir Steinsson
Trúfrelsi er bundið í stjómarskránni og ekki um það að fást. Krafan um
röklegar skilgreiningar er borin fram af viti bomum mönnum, — í þeirri
von, að við vitiboma menn sé að eiga. Annað er ekki á dagskrá.
Þeir, sem forðum sóttu fræði í sjóð prófessors Jóhanns Hannessonar,
hafa e.t.v. meiri tilhneigingu til að gera umrædda kröfu en ella væri. Sem
betur fer er Jóhann þó engan veginn einn á báti í þessu efni meðal
akademískra guðfræðinga á íslandi síðari áratuga. En hugsun hans var á
marga lund óvenju skörp og krafan sett fram af hvassbrýndri heiðríkju,
sem ekki gleymist.
Stiklað á stóru
Bertrand Russell segir einhversstaðar, að mönnum beri jafnan að nálgast
viðhorf heimspekings með jákvæðu hugarfari, leitast við að nema það,
sem hann hefur fram að færa, af vinsemd og samúð í fyrstu umferð;
gagnrýna hann síðan við annan lestur eða meir.
Prófessor Jóhann hafði heimspekisögu með höndum. Þar var þessari
reglu fylgt, þ.e.a.s. fyrri hluta hennar. Gagnrýnin fórst eðlilega að miklu
leyti fyrir, enda var hér stiklað á stóru, tíminn í rauninni takmarkaður, en
efnið næsta umfangsmikið.
Árangurinn varð sá, að nemendur kynntust í nokkrum mæli helztu
hugsuðum Vesturlanda allt frá dögum hinna fomu Hellena fram til
existentialista 20. aldar. Minnisstæð er sú háttvísi, sem Jóhann Hannesson
sýndi þessum kenningasmiðum. Varfæmi í dómum einkenndi máls-
meðferð alla. Atferlið varð til þess að vekja lifandi hug á heimspekisögu
og jafnvel heimspeki. Vegamesti fengum við, sem gerir eftirleikinn
hægari ævilangt.
Einnig hér vom hugtök brotin til mergjar af stakri vandvirkni. E.t.v.
var sú viðleitni þýðingarmest. Nemendur voru lítt eða ekki kunnugir
orðfæri og viðmiðunarramma heimspekilegrar hugsunar. Gengið var á
hólm við gríska og latneska orðstofna, sem þessi heillandi fræði hvíldu á.
Menntaskólalatínan raknaði úr rotinu. Heimspekingar höfðu ekki notað
hana til að greina frá barsmíðum í Gallíu eða hugarangri Didonis. Þeir
höfðu skapað skilgreiningar úr hinu foma tungutaki Rómverja. Niður-
stöðumar voru hnitmiðaðar og tærar. Nýlærðar orðmyndir grískunnar
komu í sömu þarfir. Nú var gaman að lifa. Leyndardómar lukust upp
hver af öðmm.
Ekki var „trúarheimspeki” á dagskrá sér á parti.Mun þeim vísindum
raunar með minna móti sinnt af íslenzkum guðfræðingum allt til þessa
dags. Eigi að síður vom ágrip heimspekikenninga og kerfa ígmnduð af
sjónarhóli kristins manns öðm fremur.
Norski heimspekingurinn — kristinn Platoningur — Egil Wyller talar
mjög í verkum sínum um þá „hugsandi trú,” er að framan var nefnd. Orð
hans enduróma eldri ummæli frægra kirkjufeðra: Ég trúi til þess að skilja
— skil til þess að trúa — trúin gengur til samræðna við skynsemina, ber
fram spumingar, sem skynseminni er ætlað að takast á við.
48