Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 94
Jóhann Hannesson
afstaða tekið breytingum, og áherzlan liggur nú á málefnaleika. Á
meginlandi Evrópu hefir orðið ríkjandi sú venja að greina á milli
hugvísinda (Geisteswissenschaften) og raunvísinda (Naturwissenschaften)
og má rekja hana til verks eftir Wilhelm Dilthey frá 1883, „Einleitung in
die Geisteswissenschaften”. Hins vegar ber að athuga að í ensku mælandi
löndum ríkja aðrar málvenjur, svo að þar er venjulega átt við nátturu-
vísindi þegar talað er um science, þótt latneska heitið scientia merki
þekkingu eða vitneskju almennt talað.
6. Markmið allra vísinda er að afla skipulegrar og nákvæmrar þekkingar
á rannsóknarefninu. Þetta er sameiginlegt hugvísindum og nátturu-
vísindum. En margt annað er ólíkt. Æskilegt er að rannsóknarmaðurinn
hafi á valdi sínu þann hlut, sem rannsaka skal. Víða verður þessu við
komið. Það er auðvelt að ná á sitt vald steinum, jurtum, dýrum, sýklum
og fleiri hlutum á jörðinni. Þegar læknar taka oss til rannsóknar, leggja
þeir oss inn á sjúkrahús til að hafa sem greiðastan aðgang að rannsóknar-
efninu. Síðan taka þeir mörg sýnishom t.d. af blóði, þvagi o.s.frv. og
taka auk þess röntgenmyndir til að fá sem nákvæmasta mynd af líkamlegu
ástandi voru. Ef vér þjáumst af geðsjúkdómi, er rannsóknin flóknari og
krefst enn fleiri aðferða.
Sagnfræðingur getur ekki unnið eins og læknir. Hann nær ekki sama
valdi á viðfangseíhinu og læknirinn. Napóleon kemur ekki til viðtals, ekki
heldur Ari fróði, Homer, Herodotos og aðrir sem færðu söguleg verk í
letur. Miðlum er ekki treyst til að sækja sögulegan sannleika aftur í
fortíðina. Aftur á móti veitir fornleifafræðin stundum verðmætan
stuðning til sönnunar eða afsönnunar sagnfræðilegum niðurstöðum.
7. Guðfræðingur getur ekki unnið með þeim aðferðum, sem læknirinn
notar, þegar Guð á í hlut. Hann nær ekki Guði á vald sitt, hann getur ekki
tekið nein sýnishom til rannsóknar. Skurðgoð er aftur á móti auðvelt að
rannsaka. Heima hjá mér er til eitt, það er 28 cm. á hæð og gert úr
harðviði. Ég get sýnt það hverjum sem vill og sannað tilvem þess
hverjum þeim, sem vill fá sönnun. Hins vegar trúi ég ekki á það, heldur á
ósýnilegan Guð, sem ekki er á mínu valdi. Ég er á jörðu, en Guð á himni,
og hann er hvorki á mínu valdi né neins annars manns. Hvers vegna get
ég sannað tilveru skurðgoðsins, en ekki tilveru Guðs? Vegna þess að
skurðgoðið er hluti af heiminum, en ekki Guð. Sannanlegur Guð er
enginn Guð, heldur hluti af þessum heimi.
8. Það gæti hugsast að einhver velviljaður heimspekingur vildi koma mér
til hjálpar með því að segja sem svo: Það er mögulegt að Guð sé til. Auk
þess hlýtur Guð að vera til. Þar af leiðandi er Guð. Allt getur þetta verið
jafn rétt og setning Pyþagorasar, en Guð væri jafn fjarlægur eftir sem
áður. Þessi guð heimspekingsins væri að vísu ekki geður úr harðviði,
heldur úr hugmyndum og engu betri en goðið.
92