Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Blaðsíða 106
Jóhann Hannesson
og semantíkur, sem menn stunda við fjölmarga sams konar skóla í
Evrópu.
Ráðandi menn vor á meðal kvarta undan því að hugvísindin og siðrænn
þroski yfirleitt dragist aftur úr tæknimenningunni og vélvæðingu
þjóðfélaganna. Er þetta bergmál frá öðrum löndum, þar sem hugur fylgir
máli í þessu efni. En hvenær sem á reynir, bregðast menn hugvísindunum
í sambandi við skólamálin og bregðast þar með því hlutverki að gefa
manneskjunni nokkuð, sem nær út yfir hana sjálfa, svo notuð séu orð
Aristótelesar.
V
Eitt af því sem vorum æskulýð mætti til heilla verða, er að vinna örlítið
að þróunarhjálp meðal þjóða, sem eru fátækari en vér sjáfir erum. Að
vísu höfum vér gefið oss ókunnum þjóðum nokkra óreglulega slatta af
peningum við og við, en vitum lítið um árangurinn, enda hafa verkin sjálf
verið unnin af annarra þjóða fólki, svo að lítið hefir orðið úr myndun
samúðarsambanda milli hinna ókunnu fátæku manna og vor. Það er ein
hætta við velmegunina að hún magni eigingimina svo að manneskjan
„kengbeygist inn í sjálfa sig” — verður incurvatus in se, eins og Lúther
sagði. Þróunarhjálpin, sem er fastur árlegur þáttur í lífi nágranna-
þjóðanna, er ekki komin í gang hjá oss. Regluleg þróunarhjálp er
markviss, árleg vinna einnar þjóðar til hjálpar annarrri á einhverju
friðsamlegu sviði, t.d. til að byggja upp skóla í einhverjum einstökum dal,
þar sem enginn skóli er til, eða sjúkrahús, eða til vatnsveitu,
matarbirgðageymslu o.s.frv. En einnig andleg hjálp, t.d. til menntunar
kennara til að kenna við skólann, hjúkrunarkvenna til að hjúkra við
sjúkrhúsið, tæknimanna til að sjá um rafveituna, vatnsveituna eða annað
tilsvarandi.
Marga þessa þætti þekkir kristniboðið af aldarlangri reynslu, t.d.
prentsmiðjurekstur, bókagerð, hitabeltisræktun, iðnskóla, blindraskóla og
blindraiðn, margar gerðir sjúkrahúsa og skóla. En kristniboðar em allt of
fáir til að sinna öllum þeim verkum, sem óunnin em, enda njóta þeir ekki
neins styrks frá ríkinu. Það gerir aftur á móti þróunarhjálp, þar sem hún
er skipuleg. Um hana þarf að setja sérstök lög, svo framarlega sem þjóðin
sem slík ætlar sér að hjálpa einhverri annarri þjóð. Lög um kristniboð
em hins vegar engin önnur en þau, sem Drottinn Kristur setti kirkju
sinni, og heyrast við skím hvers einasta bams. Þeim hlýða ekki aðrir en
þeir sem taka orð hans alvarlega í fúsleiks anda nýrrar hlýðni. En lögum
um þróunarhjálp yrðum vér að hlýða sem hverjum öðmm landslögum, ef
sett væm.
Það er mitt álit að það yrði til heilla íslenzkri æsku að glíma við þetta
viðfangsefni. Mikla bölvun hefir þriðji heimurinn upp skorið af innflutn-
ingi „eldvopna og eldvatns” frá Evrópu — það er skotvopna og brenni-
víns, og útflutningi þræla til Vesturheims. Kristniboð hefst ekki að ráði af
hálfu mótmælenda fyrr en eftir Napóleonsstyrjaldimar, eins og sagan
104