Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 106

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 106
Jóhann Hannesson og semantíkur, sem menn stunda við fjölmarga sams konar skóla í Evrópu. Ráðandi menn vor á meðal kvarta undan því að hugvísindin og siðrænn þroski yfirleitt dragist aftur úr tæknimenningunni og vélvæðingu þjóðfélaganna. Er þetta bergmál frá öðrum löndum, þar sem hugur fylgir máli í þessu efni. En hvenær sem á reynir, bregðast menn hugvísindunum í sambandi við skólamálin og bregðast þar með því hlutverki að gefa manneskjunni nokkuð, sem nær út yfir hana sjálfa, svo notuð séu orð Aristótelesar. V Eitt af því sem vorum æskulýð mætti til heilla verða, er að vinna örlítið að þróunarhjálp meðal þjóða, sem eru fátækari en vér sjáfir erum. Að vísu höfum vér gefið oss ókunnum þjóðum nokkra óreglulega slatta af peningum við og við, en vitum lítið um árangurinn, enda hafa verkin sjálf verið unnin af annarra þjóða fólki, svo að lítið hefir orðið úr myndun samúðarsambanda milli hinna ókunnu fátæku manna og vor. Það er ein hætta við velmegunina að hún magni eigingimina svo að manneskjan „kengbeygist inn í sjálfa sig” — verður incurvatus in se, eins og Lúther sagði. Þróunarhjálpin, sem er fastur árlegur þáttur í lífi nágranna- þjóðanna, er ekki komin í gang hjá oss. Regluleg þróunarhjálp er markviss, árleg vinna einnar þjóðar til hjálpar annarrri á einhverju friðsamlegu sviði, t.d. til að byggja upp skóla í einhverjum einstökum dal, þar sem enginn skóli er til, eða sjúkrahús, eða til vatnsveitu, matarbirgðageymslu o.s.frv. En einnig andleg hjálp, t.d. til menntunar kennara til að kenna við skólann, hjúkrunarkvenna til að hjúkra við sjúkrhúsið, tæknimanna til að sjá um rafveituna, vatnsveituna eða annað tilsvarandi. Marga þessa þætti þekkir kristniboðið af aldarlangri reynslu, t.d. prentsmiðjurekstur, bókagerð, hitabeltisræktun, iðnskóla, blindraskóla og blindraiðn, margar gerðir sjúkrahúsa og skóla. En kristniboðar em allt of fáir til að sinna öllum þeim verkum, sem óunnin em, enda njóta þeir ekki neins styrks frá ríkinu. Það gerir aftur á móti þróunarhjálp, þar sem hún er skipuleg. Um hana þarf að setja sérstök lög, svo framarlega sem þjóðin sem slík ætlar sér að hjálpa einhverri annarri þjóð. Lög um kristniboð em hins vegar engin önnur en þau, sem Drottinn Kristur setti kirkju sinni, og heyrast við skím hvers einasta bams. Þeim hlýða ekki aðrir en þeir sem taka orð hans alvarlega í fúsleiks anda nýrrar hlýðni. En lögum um þróunarhjálp yrðum vér að hlýða sem hverjum öðmm landslögum, ef sett væm. Það er mitt álit að það yrði til heilla íslenzkri æsku að glíma við þetta viðfangsefni. Mikla bölvun hefir þriðji heimurinn upp skorið af innflutn- ingi „eldvopna og eldvatns” frá Evrópu — það er skotvopna og brenni- víns, og útflutningi þræla til Vesturheims. Kristniboð hefst ekki að ráði af hálfu mótmælenda fyrr en eftir Napóleonsstyrjaldimar, eins og sagan 104
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.