Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 48
Heimir Steinsson í austurvegi og endurmats í íslenzkri sveit. Maðurinn var mildur orðinn í festu sinni, fræðasjóður hans lygn og djúpur, en straumurinn þungur og bar fleytu ráðlítils háskólanema skilmálalaust fram á rétta leið. Þessa gætti fyllilega þann tíma allan, sem ég naut samvista við prófessor Jóhann. Vel má vera, að trúarviðhorf okkar ekki hafi farið fyllilega saman. Hugur einn það veit, er býr hjarta nær. En slíkt varð aldrei að ásteytingarefni. Ég hygg Jóhanni hafi legið í tiltölulega léttu rúmi, hvort skólasveinninn skrifaði undir kenningu hans í einstökum greinum. Einbeitt átök við leyndardóma trúarinnar voru Jóhanni Hannessyni hins vegar einkar hugleikin. Af þeim átökum rann á blásandi byr og skilaði báðum tveim, fræðara og nemanda, í sömu átt, meðan sauð á keipum. Umsvif og alúð Embætti prófessors við háskóla íslands varð Jóhanni Hannessyni annasamt eins og fleimm. Árin 1963 til 1965 var Jóhann forseti guðfræðideildar og á nýjan leik um tveggja ára bil tæpum áratug síðar. Varaforseti háskóla- ráðs var hann 1972 til 1973 og gegndi störfum háskólarektors um nokkurra mánaða skeið. Samtímis kom prófessor Jóhann víða við í íslenzku kirkjulífi, sat t.d. í þýðingamefnd Nýja testamentis frá 1962 og í stjóm Hins íslenzka Biblíufélags frá 1963. Kirkjuþingsmaður var hann frá 1970. Þetta blómaskeið á starfsferli Jóhanns Hannessonar lét eftir sig fleiri spor og stærri: Hann var eftirtektarverður fyrirlesari í útvarpi og mikilvirkur höfundur blaðagreina, lét sér fátt mannlegt framandi og kom víða við af þeirri fjölvísi og fjölrýni, sem honum var eiginleg. Ekki bitnuðu ytri umsvif á kennslustörfum Jóhanns nema síður væri. Þau olli því raunar, að honum fylgdi löngum ferskur niður margra vatna, sem auðguðu umræður í kennslustundum og gerðu þær fjölbreytilegri en ella. Alúð prófessors Jóhanns og natni hans við einstaka nemendur er og fleimm en mér í fersku minni. Sú umhyggja gat birzt á ýmsa vegu og varðaði eigi síður hversdaglega hagi stúdenta en viðgang þeirra í námi. Þannig var maðurinn athafnasamur út á við og í embætti, en jafnframt gjörhugull um smæstu efni innan stokks og gat þrásinnis komið á óvart með athugasemdum og nytsömum tillögum um smáa hluti og stóra. Um skiptingu guðfræðináms Á þessum árum skiptist guðfræðinám í þrjá megináfanga. Fyrst fóru fommálin tvö, gríska og hebreska. Jafnharðan var hafizt handa um það, sem nefnt var „fyrri hluti“ og lyktaði með prófi í allmörgum greinum að loknu tveggja ára námi, ef vel rættist úr. Þá hófst „síðari hluti” og entist í þrjú ár að jafnaði eða meir. Samtímis þessu lögðu menn stund á „kennimannlega guðfræði” svo sem predikunarfræði, messusöng, ferm- ingamndirbúning og bamastarf. Fleiri vom þar liðimir. 46
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.