Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 133
Saga kristinnar boðunar í frumdráttum
texta að ræðustefinu (thema) sé málefnalega og réttilega valin samkvæmt
Ritningunni.
J. B. Carpzow hinn yngri, f. 1639, komst allra manna lengst í
formalisma og prédikunartækni. Um föður hans segir í KLFN I. bls. 480:
Hans Vejledninger í Prædikekunsten indledede den tomme retoriske
Methodes Herredömme.
Sonurinn fann eitt hundrað aðferðir til að prédika út frá einum og sama
texta, með því að nota mismundandi aðferðir og mismunandi exordia.
Stutt exordíum nefndist á dögum orþodoxíunnar transítus, sundurliðun
ræðunnar partitio. Liðir áttu ekki að vera of margir, þrír taldist hæfileg
tala liða. Kenningin, doctrina, gat ýmist fylgt einhverjum einstökum lið
eða ræðunni í heild. Mælt var með því að hafa jafnan í huga fimmfalda
gagnsemi orðsins, það er ferfalda út frá ritningargreininni í 2. Tím. 3,16:
. . . til frœðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlœti,
. . Fimmti þáttur gagnseminnar var huggunin, út frá huggun ritninganna,
Róm. 15,4 . í stuttu máli er gagnsemi orðsins fræðsla, áminning, uppeldi,
refsing og huggun.
Þrátt fyrir formalismann gátu þess konar prédikanir verið mjög
verðmætar. Að vissu marki voru þær liturgískar. Exegese var skilyrðis-
laus nauðsyn, og spámannlegan boðskap gátu þær sannarlega flutt, svo
sem Vídalínspostilla sýnir. Skyldleiki þeirra prédikana, sem skólaspek-
ingar og réttrúnaðarmenn fluttu, liggur í augum uppi. Samlíkingar og
dæmisögur voru hagnýttar í stórum stíl.
11. Píetisminn
Ekki yfirgáfu píetistar þetta foma prédikunarform, en margir þeirra
fylltu það nýju innihaldi, t.d. lærisveinar August Hermann Franckes. Ein
allra róttækasta nýjung þeirra var að flytja þrískiptinguna yfir á tilheyr-
endur. Fólkið í söfnuðinum vom ýmist sofandi, vakandi eða sanntrúaðar
manneskjur. Ræðumar hlutu að breytast í samræmi við það hvort
prédikarinn vildi ná til hinna sofandi, vakandi eða sanntrúuðu, eða skipta
ræðunni nokkum veginn jafnt milli þessara þriggja. Það er alkunnugt að
lútherskan breytist verulega í mörgum löndum á tímaskeiði píetismans.
Til hugsjónasögu, sálfræði og heimspeki leggur píetisminn mjög mikið
gegn um þá Immanuel Kant, Schleiermacher og fleiri feður hins þýzka
idealisma. Hérlendis var píetisminn einkum umbótastefna í fræðslu-
málum, eins og kunnugt er.
J. J. Rambach (1693-1735) telst fremsti prédikunarfræðingur píetism-
ans. Hann var líka sálmaskáld. Frá honum liggja línur, annars vegar til
hins mikilhæfa sænska prests, H. Schartau, og hins vegar til danska
131