Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 15
Ritröð Guðfræðistofnunar 5/1991, s. 13-24
Einar Sigurbjömsson
„Að vera heilagur kjarni
í menningunni“
Um fræðimanninn Jóhann Hannesson
Inngangur
Ég var mjög ungur, þegar ég heyrði Jóhanns Hannessonar getið fyrst,
man raunar varla eftir mér öðm vísi en að vita af honum. Hann og kona
hans vom tíðir gestir á heimili foreldra minna og eftir að þau vom flutt
til Reykjavíkur var oft skipst á heimsóknum á milli heimilanna. Okkur
bræðmnum þótti alltaf mikið koma til funda við þau hjón, því að þau
bám með sér hlýju og vinarþel, svo að bömum leið vel í návist þeirra og
til viðbótar höfðu þau frá svo mörgu fróðlegu og skemmtilegu að segja,
kenndu okkur að heilsa á kínversku og borða með prjónum!
Ein minning meðal annarra kemur upp í hugann. Sr. Jóhann var
staddur á heimili foreldra minna og þeir ræddu saman faðir minn og
hann um eitthvert mál og kom orðið heimspeki oft fyrir í samræðum
þeirra. Við yngri bróðir minn hlýddum með athygli á samræður hinna
lærðu manna og sá yngri og frakkari spurði: „Hvað er heimspeki
eiginlega?” Það kom ekkert fát á sr. Jóhann við spumingu bamsins,
heldur svaraði hann henni að bragði. Auðvitað man ég ekki orðrétt það
sem hann sagði, en andinn í því var eitthvað á þá leið, að segði einhver í
hópi: „Það er mús héma inni,” þá væri heimspeki það að verða ekki
hræddur eða öskra eða hlaupa burt, heldur spyrja rólega: „Hvað er mús?”
Síðan prófaði heimspekin svörin við spumingunni og mæti að lokum,
hvort ástæða væri til að vera hræddur við mýs. „Og sumir heimspekingar
segja, að það þurfi ekki að vera hræddur við mýs, því að það séu engar
mýs til! Þeir heita ídealistar.”
Þessum hluta svarsins gleymi ég aldrei, en neyðist þó til að taka fram,
að þegar kemur til músa og hræðslu við þær er ég enginn heimspekingur
og allra síst ídealisti! En svarið nægði okkur bræðrunum og hinir
fullorðnu gátu haldið áfram samræðum sínum óáreittir.
Þessi bernskuminning um prófessor Jóhann kemur oft upp í huga
minn. Mér finnst hún lýsa honum vel sem persónu og fræðimanni, sem
ætíð var reiðubúinn að greiða úr vanda þeirra sem til hans leituðu og
hann tapaði ekki þræðinum, þótt hann væri spurður óvæntra spuminga.
Og svörin kryddaði hann gjama sögu eða skrýtlu, svo að þau festust betur
í minni. Ég hugsa ætíð til hans með virðingu og þakklæti. Hann reyndist
mér vel sem kennari og vinur allt til hinstu stundar.
13