Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 79
Sigurbjöm Einarsson
Lífið er mér Kristur
Ræða við útför
síra Jóhanns Hannessonar, prófessors
Það er einlæg löngun mín og von, að ég í engu megi til skammar verða, heldur að
Kristur megi í allra augum nú eins og ávallt vegsamlegur verða í mér, hvort sem það
verður með lífi mínu eða dauða. Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.
(Fil. 1,20)
Nú eins og ávallt, segir Páll.
Fá og stutt atviksorð, sem merkja lítið út af fyrir sig. En geta sagt
mikið, kannski allt.
Svo má lýsa daglegu lífi: Hið sama sífellt, aftur og aftur, engin til-
breytni, ekkert nýtt.
Með þvílíkum orðum getur lífsleiðinn tjáð sig til hlítar.
En lífsgleðin getur líka tjáð sig á sama veg, þakklætið fyrir gjafir
hversdagsins, einkum það, sem nánast er og dýrmætast í einkalífi: Sama
hönd og hugur, sem stuðst er við, sama inntak allra stunda í samfylgd
með ástvini, tilvera hans óbreytilegt ívaf í munstri daganna og framar
öllu, ef svo verður, að krafa hvers dags verður stríð við hans hlið, fóm
hans vegna.
En engin saga verður þannig sögð til enda. Það kemur að því, að svo
skiptir um, að ekkert er eins og áður var.
Slík skil á æviferli manna em margs kyns, þótt ein séu almennust,
vísust og algerust, dauðinn.
Hér var Páll. Hann var í fangelsi, hlekkjaður í svartholi. Hinn mikli
starfsmaður, eldhuginn, kristniboðinn, sem aldrei unni sér hvíldar,
fræðarinn, sem með vömm og penna þjónaði köllun sinni og notaði
hverja stund, hvert færi, alla krafta sína, hann var nú í fjötmm og með
dauðadóm yfir höfði sér. Allt var breytt, öll aðstaða, ekkert eins og það
áður var.
Nema eitt, hið eina mikla. Það var einnig nú eins og ávallt.
Páll hefði sagt hið sama, þótt fjötrar hans hefðu verið annars eðlis, þótt
veikindi hefðu lagt hann í viðjar, brákað og lamað burði og þrek. Hann
hefði samt í innstu fylgsnum vem sinnar átt þetta, þetta eina, sem á hverju
líðandi andartaki er eins, hvort sem straumur stundanna líður fram
óbreytilegur og hversdagslegur á yfirborði, eða sú holskefla ríður að,
sem byltir öllu um: Kristur einnig nú eins og ávallt.
77