Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 145
Talað í trúnaði
mikinn hluta ævi sinnar. En hann vill koma aftur, lifa í hlíðinni, deyja þar
og vera áfram í sögu þjóðar sinnar. Þetta þráir hann og vonar. Aldrei er
hlíðin fegurri en þegar köllunin hefur gert mann útlægan.
Nú veit ég, að þið hlustið með Fljótshlíðina og Heklueldana í huga.
Heklu hef ég heldur ekki gleymt. Mér þótti svo oft skömm að því, meðan
ég var erlendis, að hafa ekki gengið á Heklu að ég ásetti mér að gera það
fyrsta sumarið, sem færi gæfist. En svo kom eldurinn með öllu því , sem
honum fylgir, og við bræðumir fórum og gengum eins langt og við
þorðum, en þó ekki nema í 1100 m. hæð upp í fjallið, þar sem grjóti hafði
rignt og hraun mnnu. Þolinmóð var Hekla, meðan við þreifuðum þar á
heitu grjótinu, en rétt eftir að við vomm komnir niður af fjallinu,
þóknaðist hennar hátign að sýna veldi sitt og mátt sinn. Ég ætla ekki að
lýsa þessu hér, en minna okkur öll á það, að eldurinn í Heklu getur orðið
eldraun fyrir mikinn hluta þjóðarinnar. En biðjum Guð, að svo verði
ekki.
En um leið og við horfumst í augu við eldinn, skulum við játa ást okkar
á þessu landi og taka öllum þeim afleiðingum, sem því fylgja.
„Ung var ég gefin Njáli” sagði Bergþóra, og hét því þá, að eitt skyldi
yfir okkur bæði ganga. Og hún gekk inn í eldinn með manni sínum.
Ung var lfka íslenska þjóðin þegar henni var gefið landið og hún var
gefin landinu. Landið var hreint og ósnortið, er þjóðin fékk það, og því
var ekki rænt frá öðmm þjóðum. Játum því ást okkar á landinu, um leið
og við viljum, að eitt skuli yfir okkur öll ganga.
Menn í öðmm löndum hafa oft orðið forviða, þegar ég hef sagt þeim,
að íslenzka þjóðin noti ekki vopn úr stáli né blýi til að verja sig. „Með
hverju er þá hægt að verja heila þjóð?” hafa þeir spurt. Og ég hef svarað:
„Með andlegum og siðferðilegum vopnum, með dugnaði, sparsemi og
mikilli framleiðslu.”
En þegar ég fer að hugsa málið nánar, þá skilst mér, að skyldan til að
verja landið verður ekki minni fyrir það. Við, sem ekki höfum önnur
vopn út á við en andleg og siðferðileg áhrif, verðum auðvitað að standa í
allra fremstu röð, hvað andlegan viðbúnað og siðferðilegt þrek snertir, til
þess að þjóðin geti lifað í farsæld og friði.
Og landar mínir hafa spurt mig, eftir að ég kom heim: „Lízt þér ekki
vel á bókaútgáfuna hjá okkur? Finnst þér ekki bækumar fallegar og
góðar?“
Jú bókaútgáfan er stórfengleg hér á landi. Milljónaþjóðir og stórveldi
em til, sem hafa ekki neitt þessu líkt að bjóða.
Og þó vantar ýmislegt sem vonlegt er. Mikill hluti heimsins er að
nokkm leyti lokaður heimur fyrir alþýðu manna hér á landi, af því að svo
lítið ber á bókum , sem hafa fróðleik að færa, t.d. um Indland, Kína og
Ráðstjómarríkin. Nú emm við meðlimir Sameinuðu þjóðanna og eins og
kunnugt er, þá emm við söguþjóð. En ég óttast, að víða vanti mikið á, að
við skiljum sögu þess tíma, sem við lifum á.
Söguþjóðin þarf ekki aðeins að skilja sögu sinnar eigin fortíðar, heldur
þarf hún einnig að eiga lífrænan, tilvembundinn og raunsæjan skilning á
L
143