Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 25
Fræðimaðurinn Jóhann Hannesson
tíma sinn, en missa samt ekki sjónar á innviðum játningar sinnar. Hún er
það tæki, sem þeir geta beitt til átaka í samtíma sínum.
Lokaorð
Guðfræðingur er maður, sem rannsakar trú sinnar eigin kirkju og athugar, hvemig sú
trú verður best fram sett í orðum og athöfnum. Guðfræðingurinn setur sig ekki út fyrir
eigin kirkju, heldur stendur hann innan hennar.29
Þungamiðjan í kristninni er höfundur trúarinnar, Jesús Kristur, og það sem kirkjan
hefur þegið af honum. Endurnýjun í kristninni hefir jafnan orðið til út frá ferskum
skilningi á Jesú Kristi og því sem frá honum er komið.30
Þessar tvær tilvitnanir í ritgerð prófessors Jóhanns Hannessonar um
hugtakið guðfræði segja það sem segja þarf um stefnu hans í guðfræði.
Guðfræði er kirkjuleg, hún er til innan kirkjunnar og vegna kirkjunnar.
Þungamiðja hennar er Jesús Kristur. Við viðfangsefni guðfræðinnar
glímdi Jóhann af áhuga eða existensíellt samkvæmt hans eigin skil-grein-
ingu:
Að hugsa existensiellt er að hugsa með áhuga og ábyrgð, láta hvergi skeika að
sköpuðu, heldur láta hug fylgja máli.31
Þannig hugsaði prófessor Jóhann og þannig leitaðist hann við að móta
nemendur sína, til þess að söfnuður Krists á íslandi mætti uppbyggjast,
þroskast og vaxa, vera ljós í heiminum og salt á jörðunni, og takast á við
lífið í viðsjálum heimi fastur á grundvelli játningar sinnar. Ég minnist
hans og mótunar hans með virðingu og þakklæti.
Summary
Jóhann Hannesson was Professor of Dogmatics at the Theological Faculty
of the University of Iceland from 1959 until the time of his death in
1976. He spent his formative years in Norway, studying theology at the
School of the Norwegian Missionary Society in Stavanger. He also spent
one term at Basle in Switzerland, where he attended the lectures of Karl
Barth. However, his years as a missionary in China seem to have influen-
ced him most both as a person and as a scholar.
Professor Jóhann Hannesson's theology was substantially influenced by
the teachings of Karl Barth and, like him, he emphasized the central
importance of the revelation of Christ to preaching and all other
theological matters. However, as a Lutheran, Professor Jóhann Hannesson
also placed emphasis on the theology of creation and was concemed that
29 „Hugtakið theologi" s. 8.
30 ,JHugtakið theologi“ s. 9.
31 „Existensiell hugsun og existensheimspeki" s, 5.