Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 136

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 136
Jóhann Hannesson hann sagði skilið við rationalisma og hvarf til calvinisma siðbótaraldar. Hann lifði og andaði í veröld Biblíunnar, bæði Gamla og Nýja testa- mentinu. Kenninguna um náðarútvalningu Guðs kunni hann að hagnýta til að fá tilheyrendur sína til að taka trúarlega ákvörðun. Markmið prédik- unar hans var að fá einstaklinga til að tileinka sér boðskapinn um synd og náð persónulega. Þar er sama markmið og í öllum raunverulegum píetisma. Wilfred Monod, d. 1942 er kunnur franskur prédikari á vorri öld, en hjá honum gætir mikils áhuga um félagsmál og alþjóðlegt samstarf kirkna. Ut frá þeirri vakningu, sem þeir Barth og Brunnar og fleiri Svisslendingar komu af stað, hafa borist mikilvæg áhrif á margar kirkjur mótmælenda um víða veröld. í þessari vakningu gætir sterkra áhrifa frá siðbótarmönnum og biblíulegum kristindómi. Prédikun þessara Sviss- lendinga og þýzkra manna, sem stóðu að stofnun „játningar-kirkjunnar”, sem svo var nefnd, átti mikinn þátt í því að hvetja fjölda manns til staðfestu gegn ofsóknum og villukenningum nazista. Þessi áhrif hafa einnig náð til Norðurlanda, svo sem kunnugt er af samtíðarsögunni. 13. Prédikun í enskumælandi löndum Þar sem reformeraðar kirkjur eru mjög útbreiddar meðal enskumælandi þjóða, er það eðlilegt að prédikunin þar beri meiri keim af svissnesku siðbótinni en hinni lúthersku. Hér hafa anglikanar sérstöðu, sökum þess hve fast þeir hafa haldið við foman liturgískan arf kirkjunnar. Þá einkenna vakningarhreyfingar mjög trúarlífið í mörgum enskumælandi löndum, og sumar þessarra hreyfinga hafa leitt til stofnunar nýrra kirkjudeilda, bæði á Bretlandseyjum og vestan hafs. Helzti siðbótarmaður Skota, John Knox, líktist Calvin að því leyti að meginþættimir í prédikun hans em ritningartúlkun og spámannlegur boðskapur, en hér við bætist snilldarleg heimfærsla til eigin samtíðar. En prédikun meðal Skota tók síðar að hneigjast í átt til smásmugulegra ritskýringa. Á 19. öld varð hins vegar í Skotlandi sterk evangelisk vakning, og áhrifa hennar gætir enn. Á vorri eigin öld hefir Iona- hreyfíngin látið allmikið til sín taka. Púrítanar lögðu mjög mikla áherzlu á hinn spámannlega þátt í boðun orðsins, og nefndu samkomur sínar meira að segja spádómssamkundur, „Prophesyings”. Mikið af prédikun púrítana var flutt blaðalaust, og lítið var hirt um að skrásetja ræðumar með hraðritun, eins og vér finnum víða í sögu prédikunarinnar, allt frá fomöld. Ekki er auðvelt að komast að orsökum þess andrúmslofts, sem ríkjandi varð í púritönskum söfnuðum. Af elztu ritum independista á Bretlandseyjum er ekki mikið varðveitt. En varla verður það í efa dregið að púrítanar hafa varðveitt sterk, en fremur einhliða áhrif frá Calvin. Þeir sem héldu vestur um haf, 134
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.