Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 155
Þankarúnir
en að tóna og framkvæma seremóníur. Myndaðist þá orðasambandið „la
trahison des clercs”, það er að segja svik klerkanna, og má vera að menn
hafi hugmynd um hvað átt er við. En söfnuðir geta líka skrópað, og vér
kristnir menn, einn og einn, eða margir saman, frá trú og góðum
verkum.
„La trahison des clercs” hefir hins vegar verið tekið upp á ný og
hagnýtt um menntamenn, sem skrópa frá skyldum sínum við eigin
menningu og þjóðfélag. Erfiðara er að greina þetta skróp en skróp
krakka í skóla. Þegar forstjórinn er ekki við, kann svo að vera að hann
skrópi, en svo kann einnig að vera að hann þjóni föðurlandi eða fyrirtæki
á öðrum stað en hinum venjulega. Skróp menntamannanna — svo notað
sé hið vægara orð — er fremur fólgið í fúski og káki en í athafnaleysi. í
skólum getum vér kennt alla stafkróka málfræðinnar og stærðfræðinnar
eins vel og lög gera ráð fyrir, en látið nemendur frá oss fara án þess að
hjálpa þeim til að eignast mannvit og lífsvizku og þá lífshrifningu, sem
gerir menn hamingjusama og ánægða í köllunarstarfi sínu. — í háskólum
Evrópu, þar sem hið akademíska frelsi ríkir, geta stúdentar „skrópað”
nálega eins og þeir vilja, án þess að kennarar fái að gert — en þeir geta
einnig notað frelsið til þess að gera mikið gagn og taka út mikinn þroska.
Rithöfundar og blaðamenn geta rangsnúizt á þann veg að þeir skrifi
andlausar bækur í góðu bandi eða greinar, sem ekki em annað en stagl og
skammir um náungann, án málefnalegs kjama. Þannig hættir andlausum
rithöfúndum við því að líkjast morandi rekadrumbum í straumi, sem enga
athygli vekja, nema því aðeins að árekstur verði. Fræg menningar-
málanefnd erlendis bar þá spumingu fram fyrir nokkra unga rithöfunda
hvers vegna þeir skrifuðu svo dapurlega, og hvers vegna bækur þeirra
snemst svo mjög um níðinga, svikara og ofbeldisseggi sem raun ber vitni.
Höfundamir svömðu því til að þess konar efni væri þeim hugleikið og
um það yrðu þeir að skrifa. Nú er mér kunnugt að sumum mönnum er
mjög hugleikið að skjóta, bæði bandittum og hermönnum, en sá munur er
á að hermenn vilja verja land sitt, en bandittar hugsa einhliða um eigin
hag og svífast einskis.
Hér er sjálfsprófun nauðsynleg. Skrópum vér í skóla lífsins? Göngum
vér á glötunarvegi, eins og hið hebreska sálmaskáld segir, eða á hinum
eilífa vegi í skóla lífsins, með náunganum, með Guði?
Miskunnsami Samverjinn4
Söguna um miskunnsama Samverjann sagði Frelsari vor til þess að kenna
einum lögvitringi þá list að koma auga á náungann. Sjálf lögvizka
kærleikans var áður til í helgum ritum Israels. Síðan hefir sagan orðið
mönnum, einnig lögmönnum og löggjöfum, lærdómur, ekki í dulrænum
heilabrotum né djúpspekilegri naflaskoðun spekinga, heldur í þeirri
4 Birtist í Lesbók Mbl. 32 tbl. 1964.
153