Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 155

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Side 155
Þankarúnir en að tóna og framkvæma seremóníur. Myndaðist þá orðasambandið „la trahison des clercs”, það er að segja svik klerkanna, og má vera að menn hafi hugmynd um hvað átt er við. En söfnuðir geta líka skrópað, og vér kristnir menn, einn og einn, eða margir saman, frá trú og góðum verkum. „La trahison des clercs” hefir hins vegar verið tekið upp á ný og hagnýtt um menntamenn, sem skrópa frá skyldum sínum við eigin menningu og þjóðfélag. Erfiðara er að greina þetta skróp en skróp krakka í skóla. Þegar forstjórinn er ekki við, kann svo að vera að hann skrópi, en svo kann einnig að vera að hann þjóni föðurlandi eða fyrirtæki á öðrum stað en hinum venjulega. Skróp menntamannanna — svo notað sé hið vægara orð — er fremur fólgið í fúski og káki en í athafnaleysi. í skólum getum vér kennt alla stafkróka málfræðinnar og stærðfræðinnar eins vel og lög gera ráð fyrir, en látið nemendur frá oss fara án þess að hjálpa þeim til að eignast mannvit og lífsvizku og þá lífshrifningu, sem gerir menn hamingjusama og ánægða í köllunarstarfi sínu. — í háskólum Evrópu, þar sem hið akademíska frelsi ríkir, geta stúdentar „skrópað” nálega eins og þeir vilja, án þess að kennarar fái að gert — en þeir geta einnig notað frelsið til þess að gera mikið gagn og taka út mikinn þroska. Rithöfundar og blaðamenn geta rangsnúizt á þann veg að þeir skrifi andlausar bækur í góðu bandi eða greinar, sem ekki em annað en stagl og skammir um náungann, án málefnalegs kjama. Þannig hættir andlausum rithöfúndum við því að líkjast morandi rekadrumbum í straumi, sem enga athygli vekja, nema því aðeins að árekstur verði. Fræg menningar- málanefnd erlendis bar þá spumingu fram fyrir nokkra unga rithöfunda hvers vegna þeir skrifuðu svo dapurlega, og hvers vegna bækur þeirra snemst svo mjög um níðinga, svikara og ofbeldisseggi sem raun ber vitni. Höfundamir svömðu því til að þess konar efni væri þeim hugleikið og um það yrðu þeir að skrifa. Nú er mér kunnugt að sumum mönnum er mjög hugleikið að skjóta, bæði bandittum og hermönnum, en sá munur er á að hermenn vilja verja land sitt, en bandittar hugsa einhliða um eigin hag og svífast einskis. Hér er sjálfsprófun nauðsynleg. Skrópum vér í skóla lífsins? Göngum vér á glötunarvegi, eins og hið hebreska sálmaskáld segir, eða á hinum eilífa vegi í skóla lífsins, með náunganum, með Guði? Miskunnsami Samverjinn4 Söguna um miskunnsama Samverjann sagði Frelsari vor til þess að kenna einum lögvitringi þá list að koma auga á náungann. Sjálf lögvizka kærleikans var áður til í helgum ritum Israels. Síðan hefir sagan orðið mönnum, einnig lögmönnum og löggjöfum, lærdómur, ekki í dulrænum heilabrotum né djúpspekilegri naflaskoðun spekinga, heldur í þeirri 4 Birtist í Lesbók Mbl. 32 tbl. 1964. 153
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.