Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Síða 69
Samstarfsmaður og vinur
kristniboðsfélagsins í Stavangri, þar sem hann stundaði nám næstu fjögur
ár með ágætum árangri. Á þessum árum vaknaði jafnframt áhugi hans á
Kína.
Þau Astrid og Jóhanns felldu hugi saman og trúlofuðust 1934. Astrid
hafði einnig fengið kristniboðsköllun og ákváðu þau að helga
kristniboðinu krafta sína.
Meðan Jóhann var við nám í Noregi, tók hann þátt í starfi norska
kristilega stúdentafélagsins. Þá vaknaði lögnun hans til þess, að slíkt starf
gæti hafizt á íslandi. Er hann var staddur heima á íslandi sumarið 1932,
hvatti hann mjög til þess, að stofnað yrði kristilegt stúdentafélag. á
íslandi. Ekkert varð þó úr framkvæmdum að sinni.
Jóhann hélt heim til íslands sumarið 1935 að afloknu námi í Noregi.
Las hann guðfræði við Háskóla íslands og lauk guðfræðiprófi vorið 1936
með mjög hárri einkunn.
Jóhann hélt stöðugu sambandi við vini sína í Noregi. Voru þá uppi
ráðagerðir um heimsókn norskra stúdenta til íslands. Ákveðið var, að
hópur stúdenta undir fararstjóm O. Hallesby, prófessors, kæmi til íslands
um haustið.
17. júní 1936 stofnuðu fjórir háskólastúdentar Kristilegt stúdentafélag
og var Jóhann fyrsti formaður þess. Félagið tók að sér að undirbúa komu
Norðmannanna. Heimsókn þeirra vakti mikla athygli.
Veturinn 1936-37 stundaði Jóhann nám í læknisfræði. Sumarið 1937
vígði Jón biskup Helgason hann fyrstan Islendinga sem kristniboðsprest.
Haustið 1937 fór hann utan til framhaldsnáms í guðfræði. Var hann fyrst
í Basel og sótti tíma hjá hinum kunna guðfræðingi, Karli Barth, en fór
þaðan til London, þar sem dvaldist áfram við nám til vorsins 1938. Þá um
haustið gengu þau Astrid og Jóhann í hjónaband og héldu síðan austur til
Kína í ársbyrjun 1939 til starfa á starfssvæði Norska kristniboðsfélagsins
í Hunan-héraði í Mið-Kína, en kostuð af Sambandi íslenzkra
kristniboðsfélaga og voru þau starfsmenn þess.
Þetta em tildrög þess, að þessi gáfaði ungi maður, sem stóðu allar
leiðir til opnar til starfa, eftir að hann komst til mennta, valdi kristniboð
sér að ævistarfi. Hann var hlýðinn þeirri köllun, er hann hafði fengið.
Tveir frumherjar
Þegar Jóhann hóf starf sitt í Kína, hafði annar íslendingur nýlokið
starfsferli sínum þar í landi, Ólafur Ólafsson. Forvitnilegt er að bera
saman tildrög þess, að þeir helguðu kristniboðinu krafta sína. Saga þeirra
er að ýmsu leyti næsta svipuð.
Báðir vom fæddir í íslenzkri sveit og höfðu orðið fyrir sterkum
kristilegum áhrifum frá sóknarpresti sínum.
L
67