Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 137
Saga kristínnar boðunar í frumdráttum
eru meðal fremstu frumkvöðula á sviði samvizkufrelsis og mannréttinda,
sbr. symbolikina . . .
Tillotson erkibiskup (f. 1630, d. 1694, primas þrjú síðustu ár ævinnar)
mótaði anglikanska prédikun svo mjög að „hún glataði sínum hetjutón og
varð að siðferðisritgerð” — þ.e. essay, — „og flutti vel yfirvegaðan,
gagnlegan, skynsamlegan siðferðisboðskap um Guðs ríki” segir C. Smyth
um þennan kirkjuhöfðingja. í reynd var hann farsæll ráðgjafi, sem greip
djúpt inn í sögu Englands, breiðkirkjulegur sáttargjörðarmaður sem vildi
bæta siði þjóðar og kirkju. Hér skiptir mestu hverju hann kom til vegar á
sviði kirkjulegrar prédikunar. Hann kom því til vegar að essayprédikunin
verður megingerð enskrar prédikunar allt fram á vora öld.
Ekkert hinna þriggja sérkenna nýtur sín vel í henni. Yfirleitt er
essayræða ekki nein góð textatúlkun, og þar af leiðandi sjaldan biblíulega
raunsæ. Meginkostur hennar er hins vegar sá að mögulegt er að taka til
meðferðar hin margvíslegustu efni, og halda sér alveg inni í samtíð sinni.
Enskar prédikanir líkjast oft furðu mikið forystugreinum dagblaða —
reyndar heldur betri en þeim sem vér eigum að venjast.
Prédikun methodismans reið þegar í öndverðu hátt upp yfir flatneskju
anglikanskrar prédikunar, og það var að verulegu leyti prédikun þeirra
Wesley og Whitfields, sem skóp methódistakirkjumar.
En áhrifin bárust langt út fyrir eigin söfnuði, og það er varla ofmælt
að með þessarri prédikun hafi vakningarœðan hlotið virðulegan sess í
reformuðum kirkjum yfirleitt. Þær ræður John Wesleys, sem bera heitið
„Standard Sermons” hafa hlotið veglegra sæti en nokkrar ræður aðrar,
því að þær hafa stöðu sem eins konar játningarrit methodistakirknanna.
(Sbr. E. Molland: Konfesjonskunnskap, bls. 252, 2. útg. 1961).
Feður methodismans fluttu framan af margar af ræðum sínum undir
bemm himni. Þær vom krisniboðsræður, og þess vegna ekki felldar inn í
neinn litúrgískan ramma. Þær voru ekki hómiletiskar í ströngum
skilningi, en þó mjög biblíulegar, með líku móti og prédikanir Lúthers,
sem túlkaði Biblíuna sem heild í ljósi fagnaðarboðskapar Páls postula,
með áherzlu á synd, náð og friðþægingu.
— Með methódismanum berast lúthersk áhrif í stómm stíl inn í
prédikun enskumælandi þjóða.
Ræður brautryðjenda methódismans vom beinlínis spámannlegar:
„Heyrir þú ekki hvemig Frelsarinn kallar á þig, til iðrunar og
afturhvarfs?” Þótt þeim væri þannig fyrst og fremst beint til einstaklinga,
þá höfðu þær meiri félagsleg áhrif en flest prédikun önnur á síðari
öldum, svo sem sjá má af andlegri sögu Bretlands frá upphafi method-
ismans.
Persónulegur tónn fagnaðarboðskaparins var mikill styrkur þessari
prédikunargerð, greindi hana skarplega frá hálfvolgum og ópersónu-
legum stíl essayprédikunarinnar. En þú-stíllinn út af fyrir sig er engin
135