Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 103
Mitt unga fólk
kínversku. Mér er enn í minni einn þýskur sálmur strembinn, sem við
glímdum við — og af efninu sá ég að hann var ættaður úr Saltaranum. Þá
segi ég við samverkamann minn — Yen Lou-I, — „Sleppum þýzkunni, þú
skalt ganga beint að Davíðs-sálminum sjálfur og enduryrkja hann”. Og
þegar Pú-tien Sung-tzan kom út, sá ég að þetta uppátæki hafði fundið náð
fyriri augum hinnar miklu nefndar margra þjóðema, sem úrskurðarvald
hafði. —Þrír íslenzkir sálmar Hallgríms urðu samferða hinum, sem
ættaðir vom frá 30 þjóðum og til orðnir á tuttugu öldum kristninnar.
Hinn endanlegi búningur sálmanna var að miklu leyti verk þessa unga
manns, sem ekki var orðinn þrítugur þegar verkinu var lokið.
Segja má að þessir stúdentar mínir hafi verið fulltrúar þriðja heimsins,
en til fjórða heimsins tel ég fátækar þjóðir, sem í viðbót við allt annað
eiga í blóðugri styrjöld til að verja eða heimta frelsi sitt. Það er stórt
stökk fram og upp á við að komast úr styrjöld til friðar. Blær tilvemnnar
allrar breytist. En vandinn í samskiptum vestrænna manna við þá þriðja
heims menn er ekki lítill. Ekki nægir að skilja hugsun þeirra og orð og
brýnustu þarfir. Undirtóna tilfinninganna þarf maður lika að finna og
reyna að meta svo sem bezt má verða — enda kostar það mikla þolinmæði
og sérstæða áreynslu.
Hjá stúdentum mínum á Fjalli Tao-vindanna heyrði ég í fyrsta sinn
sungna skæmliðasöngva — og þeir sungu þá eingöngu af því að ég bað þá
um það. Stríðið milli Japans og Kína var að vemlegu leyti skæmhemaður
— og þá hvíldi leynd yfir þessum ljóðum og tónum. Allt annar blær var á
þeim söngvum en þeim, sem síðar em út gengnir frá Mao formanni.
Lagið við einn skæmhersönginn var í eldri gerðinni af kínverskri
sálmabók — og veraldlegi textinn fyrðu líkur einum sálminum. Má vart á
milli sjá hvort er upprunalegra tímans vegna. En svo mikill var kraftur-
inn í skæruhersöngvunum að sumum samkennurum mínum fannst nóg um
þegar ég fékk piltana til að syngja þá.
Sögusviðið breyttist hratt og reynslan leiddi í ljós að stúdentamir frá
Fjalli Taovindanna myndu ekki verða frjálsir til að vinna fyrir kirkjur
sínar á meginlandinu, ef þeir sném þangað aftur. Þeir dreifðusLþví meðal
þeirra milljóna Kínverja, sem eiga heima utan Kína, víðs vegar í
Suðaustur-Asíu. örfáir fóm til framhaldsnáms á Vesturlöndum. Þótt þeir
séu ekki ungir lengur nú, finnst mér ekki langt um liðið síðan ég var með
þeim. Og enn ólgar Asía af ókyrrð og erfitt er að spá fram í tfmann. En
af tíðindum að dæma er ekkert lát á trúarþörf Asíumanna, bæði utan og
innan kristinnar kirkju.
III
Að hverfa frá róttækum óróa stríða og uppreisna austur í Asíu í
himneskan frið þjóðgarðs íslendinga á Þingvöllum vom ekki lítil
umskipti. Og að segja frá því unga fólki, sem maður kynntist þar, gæti
gefið tilefni til hugleiðinga. „Gefðu gætur að manninum þegar hann er
101