Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1991, Qupperneq 134
Jóhann Hannesson
sálmaskáldsins H. A. Brorsons. Ræður Schartaus eru mjög lærdómsríkar,
og mjög er til þeirra vandað. Þær vera vitni góðum prédikunarstíl frá
tilteknu söguskeiði, en halda þó enn sínu gildi í nútímanum.
Tveir mikilhæfir menn rétttrúnaðartímans, þeir Johan Amdt og
Christian Scriver höfðu mikil áhrif á píetista, enda em verk þeirra með
því fremsta í kristilegum bókmenntum lútherskum. Aðalverk Amdts er
„Sannur kristindómur”, en verk Scriver ber heitið „Sjóður sálarinnar”. Á
Norðurlöndum höfðu báðar þessar bækur mikil áhrif, og hafa reyndar
enn.
Varðandi þau erlendu rit, sem mest áhrif hafa haft á hérlenda
prédikun, einkum meistara Jóns, vísast til formálans fyrir 14. útgáfu
Vídalínspostillu, frá bls. XVIII og áfram.
12. Prédikun í öðrum kirkjum en lútherskum eftir siðbót
Kaþólska siðbótin, sem í kirkjusögum er yfirleitt nefnd gagnsiðbótin af
lútherskum mönnum, var ekki fólgin í eintómu afturkasti til þess ástands,
sem áður var, heldur átti sér stað í kaþólsku kirkjunni raunveruleg siðbót
og vakning. Menn tóku aftur að átta sig á gildi prédikunarinnar. Tekið
var að vinna að endurbótum á prédikunartækni, að mörgu leyti hliðstætt
við það, sem lútherskir fræðimenn tóku sér fyrir hendur í sínum
kirkjum. Þó varð ekki þróunin eins í öllum löndum. Kirkjuleg mælskulist
elfdist einna mest í Frakklandi. Þeir Bossuet, Bourdaloues og Massilion
hmndu af stað andlegri hreyfingu, sem kunn er frá kirkjusögunni, og hún
hafði áhrif utan rómversku kirkjunnar. Hvað prédikunina snerti vom þó
áhrifin ekki að öllu leyti heillavænleg, þar sem of mikið var gert úr
sjálfri mælskulistinni, en of lítið úr ritskýringu Ritningarinnar. Mælsku-
snilld fomaldar var stæld meir en góðu hófi gegndi, og þennan hátt tóku
sumir mótmælendur upp. Á vomm tímum em menn að vinna að rann-
sóknum á þessum prédikunaraðferðum og áhrifum þeirra.
Það hefir jafnan verið sameiginlegt kaþólskri prédikun og lútherskri að
liturgískra sjónarmiða hefir jafnan gætt allmikið í gerð prédikunarinnar,
þar sem hún er felld inn í liturgískan ramma og yfirleitt bundin við
perikópur kirkjuársins.
í svissnesku og frönsku siðbótarkirkjunum var prédikunin þegar frá
upphafi svo til alveg slitin úr öllum tengslum við liturgíu og períkópu-
kerfið. í Ziirich var kveldmáltíðin, það er „Aktion oder Bmch des
Nachtmals”, hátíðleg haldin samkvæmt tilskipan Zwinglis með sérstökum
guðsþjónustum. í þeim var ekki gert ráð fyrir neinni prédikun. Og í
prédikunarguðsþjónustum fyrri hluta simnudags var heldur ekki gert ráð
fyrir neinni kveldmáltíð. Þannig myndaðist innan reformuðu kirkjunnar
alveg ný stefna í öllu helgihaldi.
132